Úrval - 01.09.1975, Side 74
72
ÚRVAL
skóginum í bresku Kólombíu, þar
sem við búum. En Kanada getur
aldrei bætt innflytjandanum að
fullu gamla föðurlandið. Þrátt fyrir
djarft landnám og aðlögun að nýju
lífi fer þannig fyrir hinum nýinn-
flutta, að allt, sem hann átti erfitt
með að umbera og erfitt með að
hverfa frá, dvínar í minningunni
og aðeins hið góða glampar bjart
og heillandi í leyndum kimum sál-
arinnar, þar sem ræturnar standa.
Eg held að flestir innflytjendur
verði fyrr eða sjðar fyrir því að
rótleysið verði óþolandi og þeir
verði í eitt skipti fyrir öll að
höggva á sálræna hlekki, sem
tengja þá við gamla landið, eða
snúa þangað aftur að fullu og öllu.
Þessir erfiðleikar koma gjarnan í
ljós, þegar innflytjandinn ákveður
að fara í fyrstu heimsóknina
„heim“, það er heimsókn í orði,
en í raun og veru er það veik von
um að finna nýjan draum, sem
gerir þeim kleift að flytja þangað
aftur.
Þetta kom fyrir okkur Valerie
1970, og við ákváðum að skreppa
heim til Englands um haustið. í
ferðaáætlun okkar tókum við þær
fallegu borgir og þorp, sem við
geymdum í minningunni, eins og
gimsteina sem við vissum um í
miúkum. grænum kjól Englands.
Við gengum meira að segja svo
langt að fletta nokkrum bækling-
um frá fasteignasölum.
En ti.1 þess að vera fyllilega sann-
g.iarn ákvað ég að flytja aftur með
mér til Englands ferska minnineu
af ósnortnu náttúrunni, sem hafði
laðað mig til Kanada 6 árum áður.
Viku áður en við áttum að leggja
af stað, ók ég með doberman-tík-
ina okkar, Cleo, sem félagsskap
hátt upp í íuruklæddar hlíðar
Lillooet árdalsins. Um kvöldið var
ég staddur hátt uppi yfir vík, þar
sem hver streymir fram undan
dalshlíðinni, blandast köldum læk
og rennur gegnum röð af náttúr-
legum laugum fram gegnum klöpp-
ina upp af víkinni. Ég var aðeins
um 100 km loftlínu frá Vancouver,
en hvað snerti skap og tilfinningu,
hefði ég rétt eins getað verið í Ed-
engarði, sem enginn hefði séð á
undan mér. Nóttin féll á, og sval-
ur máninn reis. Ekki leið á löngu
þar til gufan tók að standa upp af
hvernum og hrímga haustblá lauf-
in. Við Cleo bjuggum okkur til
næturinnar í svefnpoka við hliðina
á landróvernum og ég lét augun
hvarfla yfir hvelfinguna, á stjörn-
urnar, sem ég vissi að höfðu þegar
skinið og fölnað yfir Englandi.
Ekki gerðu þær mér léttara fyrir að
vita hvar ,,heima“ var, og ég var
í þann veginn að falla í svefn, án
þess að hafa tekið nokkra ákvörð-
un. þegar Cleo stirðnaði allt í einu
upp og byrjaði að urra.
Runnarnir voru þöglir og baðað-
ir í silfurljósi tunglsins, þegar fyrsti
úlfurinn kom í Ijós. Andartaki
seinna kom hann fram úr gróðrin-
um. stór skepna, sem starði á okk-
ur úr aðeins um 9 m fjarlægð, og
það leyndi sér ekki á titringnum á
trýninu, að hann var að átta sig á
lyktinni af Cleo og mér. Hann
snöriaði í áttina til okkar, svo lét
hann hausinn síga niður undir
jörð og rak upp nokkur ýlfur svo