Úrval - 01.09.1975, Page 77

Úrval - 01.09.1975, Page 77
BÓBÓ: ÚLFUR í HÚSINU 75 afturfæturna til að mæta andstæð- ingi sínum kjaft móti kjafti og kló móti kló, en hann krafsaði aðeins út í loftið, þegar Bóbó keyrði víg- tennurnar af slíku afli í háls hon- um, að þessi fjörutíu kílóa hundur þeyttist aftur yfir sig, heila þrjá metra. Átökin stóðu innan við sek- úndu, en samt þurfti 64 saumspor í hálsinn á Mógúl. En orrusta Bóbós við Gerty var orrusta, sem hann tapaði svo ekki lék vafi á. Gerty er gríðarlega stór gylta. að minnsta kosti 250 kíló, sem hafði komið til fjölskyldunn- ar fyrir nokkrum árum. I fvllingu tímans eignaðist hún tíu grísi. Þeir framleiddu ýmis þau hljóð, sem verkuðu einkar lystaukandi á Bó- bó. Það hefði svo sem ekki komið að sök, hefði stormur ekki fellt tré á rafleiðslurnar til okkar og þar með rofið strauminn, sem venju- lega var í rafmagnsgirðingunni ut- an um grísagarðinn. Bóbó fylgdist með og beið, þegar tíu bleikir grísa- krakkar skriðu undir vírinn, virtu fyrir sér hið nýfengna frelsi og ákváðu svo að skoða úlfinn. Áður en ég gat hlaupið til að bjarga því sem bjargað yrði, var fremsti grís- inn kominn innan seilingar og Bó- bó stökk. Hann skellti skoltunum yfir hrygg gríssins og skelfingarhrina rauf kvöldkyrrðina, svo þeir grísir, sem á eftir komu hlupu hver í sína áttina til að leita sér skjóls. Gerty brást við eins og jarðskjálfti væri á ferðinni. Hún hélt svo snöggt til hiálpar að þessi gríðarkjötskrokk- ur plægði í gegnum rafmagnsgirð- inguna og var kominn að Bóbó á örugglega minna en þremur sek- úndum. Hún rak snúðinn í hann um miðjan skrokk og áður en nokkur gat rönd við reist var Bóbó kominn á háaloft, en grísinn losn- aði og hélt heim á harðaspretti. Bóbó var nú kominn svo hátt upp, að hann byrjaði að hrapa aftur spriklandi ákaft til að koma fyrir sig fótunum, en glefsaði um leið í áttina að uppréttu trýni Gerty. En áður en hann hafði komið fyrir sig fótunum, sendi Gerty hann í loftið aftur og ekki lægra að þessu sinni. Þegar hann kom loks fyrir sig fótunum á ný var Gerty hin ró- legasta á leið aftur inn í svínastí- una til þess að hugga afkvæmi sitt, gersamlega ósnortin og eins og ekk- ert hefði í skorist. í ljós kom, að tannaför voru að- eins á tveimur stöðum á hryggn- um á grísnum og þau greru fljót- ^lega. Bóbó var óskaddaður, nema á sálinni. Þar var hann líka djúpt særður. Síðan þetta gerðist hefur hann ekki látið undir höfuð leggj- ast að fara í víðan boga framhjá öllum svínum og sýna þeim hina dýpstu lotningu. FRUMST.IiTT EÐLI. Bak við húsið okkar er ofurlítil brekka, þar sem trén hafa verið höggvin á 30 m breiðu svæði. Þá tekur við holta- drag með trjám á víð og dreif, en lengra frá tekur við skógurinn, alla leið upp í fjöllin. Eg hafði byggt leikjahús fyrir telpurnar uppi á holtinu og ég ákvað að geyma Bó- bó þar meðan við værum að kynn- ast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.