Úrval - 01.09.1975, Page 78
76
ÚRVAL
Þótt ég hefði í rauninni skömm
á því að hefta frelsi úlfsins, varð
ég að gæta þess fyrst og fremst
að búa þannig um hnútana, að
hann gæti ekki strokið. Ég batt tvo
hálftommu kaðla milli tveggja
trjáa, um 30 m meðfram litla kof-
anum. Á þessa kaðla festi ég blökk
með nærri 5 m langri kvarttommu
keðju, með hespu á öðrum endan-
um til að festa við hálskeðju úlfs-
ins. Það reyndist ekki vandalaust
að finna hálsband, sem næði utan
um hálsinn á Bóbó, en hann var
nærri 60 sm að ummáli. Að lokum
fann ég öryggisbelti — af sama
tagi og línumenn nota, þegar þeir
eru uppi í síma- eða rafmagns-
staurum. Þetta belti fóðraði ég með
gæru. Um miðjan eftirmiðdag, fyrsta
daginn, sem Bóbó var hjá okkur,
hafði ég lokið þessu af.
Þegar ég nálgaðist hann, sá ég að
viðmót hans gagnvart mér hafði
breyst. Um morguninn hafði hann
verið skeytingarlaus en ofurlítið
ógnandi, nú var hann ánægður að
sjá mig aftur, veifaði skottinu og
lagði hausinn undir jörð, gaf mér
auðmjúklega færi á hálsinum. EV
átti ekki í neinum vandræðum með
að festa á hann hálsbandið og leiða
hann upp að kofanum.
Ég held að það hafi haft sitt að
segia fil að breyta viðmóti Bóbós,
að Cleo byrjaði á lóðaríi þennan
sama dag. Um morguninn hafði ég
varið hana fyrir aðvífandi flökku-
hundi og rekið hann burtu með
illu. Meðal úlfa, sérstaklega í lit.l-
nm úlfahópum, er algengt, að að-
eins eitt par eðli sig, oft aðeins
foringinn og maki hans, vegna
þess að allir hinir í úlfahópnum
verða að stunda veiðarnar. Með því
að reka hundinn burtu, er líklegt
að ég hafi komið því inn hjá Bóbó
að ég væri foringi hópsins og Cleo
maki minn. Eftir allt það rótleysi,
sem hann hafði orðið að þola frá
því að hann var fluttur frá Yukon,
hlýtur hann að hafa fundið í þessu
reglu, sem hann þekkti, féll hon-
um í geð og hann átti auðvelt með
að aðlagast. Á þessum tíma vissi
ég ekkert um bá stöðu, sem Bóbó
hafði tileinkað mér, en nú hófst
mánaðar varðstaða mín á holtinu
bak við húsið. Mér hafði verið
sagt, að ef Bóbó réðist einhvern
tíma á mig, gæti ég ekki og ætti
ekki að verja mig; að berjast við
villidýr, sem væri jafnoki minn að
þyngd, en langtum fremri af nátt-
úrlegum vopnum, væri að bjóða
dauðanum heim. É'g gæti ekkert
gert annað en verja hálsinn á mér
með þvi að standa kyrr, lúta höfði
og revna að vefja handleggjunum
um hálsinn, en að öðru leyti að
slaka algjörlega á og sýna fulla
undirgefni. Eg var viðbúinn þessu
en samt ákaflega kvíðafullur, þótt
ég reyndi að dylja það, þegar ég
skálmaði upp að litla kofanum á
holtinu með svefnpokann á öxl-
inni og plastpoka með kjötbitum í
hendinni. Þegar ég kom innan
seilingar Bóbós kom hann stökkv-
andi til mín, reif kjötpokann úr
hendi minni, um leið og hann hljóp
framhiá, sleppti honum nokkur fet
frá mér, kom síðan þjótandi til
baka og stökk um hálsinn á méi-
Svefnpokinn þeyttist af öxlinni á
mér og á undraskömmum tíma lá