Úrval - 01.09.1975, Page 79
BÓBÓ: ÚLFUR í HÚSINU
77
hann þarna sundurtættur og stopp-
ið úr honum dreifðist um holtið
eins og snjóboltar. Svo stökk Bóbó
að mér aftur, lagði hrammana upp
á skjálfandi axlir mínar, leit ást-
leitnum augum á andlit mitt og
sleikti það.
Þegar maður stendur allt í einu
augliti til auglitis við úlf á aftur-
fótunum, úlf, sem vegur 80 kg, er
bæði líkamlegt og sálarlegt álag
töluvert. Hnén sviku mig og ég féll
aftur yfir mig með hann ofan á
mér. Og áður en ég vissi af, vorum
við farnir að slást. Hann hljóp úr
og í, stökk yfir mig og ólmaðist
eins og risavaxinn hvolpur. Hvað
eftir annað rak hann að mér snúð-
inn, með örstuttu millibili, með
brettum grönum svo skein í stórar,
hvítar tennurnar og slengdi hon-
um örsnöggt eins og snákur að hálsi
mér eða handlegg. Samt opnaði
hann aldrei ginið og hver glefsa
var aðeins létt högg með blautu
trýninu, en ekki bit. Hefði hann
kært sig um, hefði hann getað
drepið mig og tætt mig í sundur,
því viðbrögð mín voru alltof sein
til að verjast þessum eldsnöggu
glettum.
Seint og um síðir tókst mér að
velta mér á grúfu og loks að rísa
á fætur. í sama bili stökk hann að
mér, opnaði loks ginið og læsti
tönnunum þétt um upphandlegg
minn — án þess þó að meiða mig
■— og dró mig ofan á sig. Ég sver,
að hann vildi að ég sigraði, því
hann var alveg auðmjúkur, þar
sem ég lá ofan á honum, bylti sér