Úrval - 01.09.1975, Síða 80
78
ÚRVAL
lítillega og teygði hausinn aftur á
bak, til þess að ég kæmist að hálsi
hans. Villtur fögnuður -■— ekki
ánægjuleg tilfinning, heldur frum-
stæð hvöt til að sigra — þaut í
gegnum huga minn. Ég öskraði um
leið og ég slengdi höndunum fram,
vinstri handlegg utan um hálsinn
á honum, en með þeirri hægri greip
ég hnefafylli af skinni og feldi á
hálsi hans. Þegar ég hugsaði skýrt
á ný, hafði ég grafið andlitið á
kaf í þykkan feldinn upp undir
hausnum og urraði og skellti skolt-
um við vinstra eyrað á honum.
Hægt sleppti ég takinu og stóð upp.
Bóbó hreyfði sig ekki að öðru leyti
en því, að hann lyfti aðeins höfð-
inu og virti mig fyrir sér, útundan
sér. Það var ekki fyrr en ég gekk
burtu og sótti kjötpokann, sem hann
velti sér yfir á kviðinn. Svo lá
hann þar og horfði á mig, þegar ég
gekk til hans með verðlaunin.
FORINGI HÓPSINS. í fullan
mánuð var ég að meðaltali 6 klst.
á dag með Bóbó. Á hverri nóttu
laumaðist ég með nýja svefnpok-
ann minn inn í húsið og við bjugg-
umst saman til svefns á bálkinum,
sem ég hafði reist þar handa telp-
unum. Að sofa hjá úlfi á bálki,
sem reistur er við hæfi barna, er
ekki það þægilegasta, sem hægt er
að gera á nóttunni. Hvert minnsta
hljóð náði eyrum Bóbós; hann
rykkti upp hausnum og sperrti
eyrun að opnum dyrunum, allur
skrokkurinn spenntur til hins ýtr-
asta. Þetta vakti mig hverju sinni.
Oftast nær lá hann svona grafkyrr
í mínútu eða meira, svo dæsti hann
og hélt áfram að sofa. Ef það, sem
hann hafði heyrt eða fundið lykt-
ina af, þarfnaðist frekari rann-
sóknar, renndi hann sér niður af
bálkinum og læddist eins og skuggi
í áttina að dyrunum, svo hljóð-
laust, að ekki glamraði einu sinni
í keðjunni um háls hans.
Áður en vika var liðin var Cleo
komin á lóðarí af fullum krafti, og
þar sem við gættum þess vel að
hundar kæmust ekki nálægt henni,
tók hún að veita Bóbó sérstakan
áhuga. Þetta byrjaði á hinni dag-
legu göngu minni með úlfinum,
þegar ég uppgötvaði hvöt Bóbós
til að merkja yfirráðasvæði sitt
með því að míga á jaðra þess og
hina ótrúlegu getu hans til þess
að kreista eitthvað úr sér. Löngu
áður en ég gerði mér ljóst mikil-
vægi þessarar helgunarathafnar,
hafði ég velt fyrir mér hversu oft
hann þurfti að lyfta fætinum, með-
an við vorum á göngu. Það var ekki
fyrr en ég gerði mér Ijóst að hann
gerði þetta ævinlega á sömu stöð-
um, sem það rann upp fyrir mér
að hann var aðeins að fylgja lög-
um úlfaflokkanna. Hann var að
merkja yfirráðasvæði okkar, eins
og villiúlfarnir merkja sitt.
Eftir því sem lengra leið á fengi-
t.íma Cleo, varð hún ákafari í að
fylgja þessari slóð sjálf og beygði
afturfæturna full af skyldurækni á
öllum þessum mikilvægu stöðum.
Þetta var meira en Bóbó þoldi.
hann sperrti sig við hana, rak róf-
nna upn í loftið, ýfði hana og það
kom glampi í augu hans. En við
Perðum okkur ljóst. að hvolpar að
hálfu úlfar og hálfu doberman-