Úrval - 01.09.1975, Síða 88
86
ÚRVAL
og hlýtt og besta mohair. Á þrem-
ur árum hefur Bóbó gefið okkur
nóg hár til að við eigum öll peys-
ur, prjónaðar úr blöndu af úlfs-
hári og ull. Það er aðeins eitt at-
hugavert við að klæðast þessum
flíkum. Flestir hundar, sem á vegi
okkar verða, gera ekki annað en
þefa stuttlega af þessum flíkum,
en það er alltaf einn og einn inn
á milli, sem kemur eiganda sínum
á óvart með því að bregðast miög
illilega við, annaðhvort með því að
fara að væla og hörfa undan í
skelfingu, eða það sem verra er, bú~
ast til árásar og jafnvel láta til
skarar skríða. Sem betur fer höf-
um við aldrei verið bitin, þótt mjóu.
hafi munað einu sinni eða tvisvar.
FRAMAN VIÐ ELDINN. Að
kröfu Valerie drógum við það þar
til snemma í ágúst að reyna að
venia Bóbó á innanhússsiði. Hefði
henni boðið í grun hvaða afleið-
ingar fyrsta heimsókn han.s í hús-
ið mvndi hafa, hefðum við lagt þá
áætlun algerlega á hilluna.
Ég kom með hann inn í geanum
bakdyrnar og losaði af honum keði-
una. Það fyrsta, sem honum leist
vel á, var diskaþurrka. sem skilin
hafði verið eftir í hirðuleysi í eld-
húsinu —- utan um stóra. dvra, eld-
fasta skál. Næst var það tepotts
hettan — oa hvernig gat Bóbó vit-
að. að inni í henni var tepottur,
hálffullur af tei?
Bóbó hrökk heldur betur við.
beCTar bessir hlutir dundu á eld-
húsgólfinu, en það stóð ekki 1°n"í.
Andartaki síðar dró hann niður
bakka. sem stóð við hliðina á vask-
inum, en því miður var næstum
helmingur alls leirtaus okkar á
þessum bakka. Áður en ég fengi
vörnum við komið, hafði hann náð
í aðra diskaþurrku, sem honum
fannst áreiðanlega þægilegur ilm-
ur af, því hann tók hana með sér
beint inn í borðstofuna og tók að
velta sér fram og aftur yfir hana.
Því miður vildi svo illa til, að hann
rak lappirnar óviljandi í lítið borð,
sem á stóðu hluti af dýru hljóm-
flutningstækjunum okkar. Um leið