Úrval - 01.09.1975, Page 96
94
ÚRVAL
ódýr. Meðalverðið á leikföngunum
í Sovétríkjunum eru 50 kópekar
(innan við 100 íslenskar krónur). I
öðru lagi eiga þau að hafa áhrif á
smekk barnsins, vera því til gleði
og að einhverju leyti að ala upp
hjá því virðingu fyrir verðandi
starfi. Þar kemur lista- og tækni-
ráðið okkur til hjálpar, en það
starfar við sovéska menntamála-
ráðuneytið.
FUNDUR HJÁ LEIKFANGA-
RÁÐI. Sprenging varð í skrifstofu
vara-menntamálaráðherrans, Ana-
tóli Shústov. Satt að segja var þetta
ekki mjög öflug sprenging, en reyk-
urinn var nokkuð mikill. Verið var
að kynna meðlimum ráðsins sprengj
ur fyrir gamlárskvöld og grímu-
dansleiki. Sprengjur þessar höfðu
vakið reiði slökkviliðsins í borg-
inni, þar sem þær voru framleiddar.
„Það er ekki mikill reykur, sem
kemur frá einni svona sprengju,"
sagði Anatóli Shústov. „En setjum
svo, að 100 börn sprengi slíka
sprengju samtímis á jólaskemmtun.
Ég bið nefndarmeðlimi að segja
sitt álit.“
Eftir fimm mínútur var tekin sú
ákvörðun að íramleiðslu þessara
„leikfanga" skyldi hætt.
Það er ekki alltaf, sem vandinn
er leystur svo fljótt. Stundum eru
iangar umræður og miklar deilur
um framleiðslu leikfanga.
Þegar fundinum lauk varð vara-
menntamálaráðherrann góðfúslega
við þeirri beiðni okkar að segja frá
starfi ráðsins.
„Ráðið var stofnað fyrir 30 ár-
um. Menntamálaráðuneytið skipar
í nefndina. Það hefur eftirlit og
yfirstjórn með framleiðslu leik-
fanga í landinu. Ekkert leikfang er
sett á markaðinn án þess að ráðið
hafi lagt blessun sína yfir það. Við
fylgjumst með því hvort nægilega
mikið af leikföngum sé á barna-
heimilum, heimavistarskólum og
slíkum stöðum. Við mælum sérstak-
lega með leikföngum, sem hafa
þroskagildi, auglýsum þau í út-
varpi, sjónvarpi og blöðum. Sams
konar ráð starfar í öllum mennta-
málaráðuneytum sovétlýðveldanna."
Lidija Gornostajeva er ritari ráðs-
ins og hefur gegnt þeim starfa í
rúm 20 ár. Við spurðum hana um
heilbrigðislegar kröfur til leikfang-
anna.
„Heilbrigðis- og sóttvarnarnefnd-
in þarf að samþykkja leikföngin.
Öll efni, sem notuð eru, litir, lakk,
lím og fleira er því aðeins notað,
að sovéska heilbrigðismálaráðuneyt-
ið hafi samþykkt það. Við aðgæt-
um, að ekki séu beittir oddar eða
hvöss horn á leikföngunum, að það
hæfi kröftum barnsins og svo fram-
vegis. Við höfum ýmsu að sinna. Á
síðastliðnu ári lögðum við blessun
okkar yfir 1600 nýjar leikfangateg-
undir.
Það kemur fyrir, að leikföngin
breytast í framleiðslu og þess vegna
eru þau yfirfarin enn einu sinni,
áður en þau eru sett á markaðinn.
JÓLATRÉ í JÚLÍ. Það stendur
í miðju sýningarhallarinnar og
ljómar og skín í geislunum frá
júlísólinni. „Leikfangasmiðir" frá
Siberíu komu með það til Moskvu
á lýðveldamarkaðinn.