Úrval - 01.09.1975, Page 98
96
ÚRVAL
Tugir leikfangaframleiðenda í
rússneska Sovétlýðveldinu og sam-
bandslýðveldunum 14 sýndu lita-
glaða og skrautega framleiðslu sína
á lýðveldamarkaðnum.
Ég geng frá einum sýningarpall-
inum til annars. Lidija Gornosta-
jeva leiðbeinir mér.
„Fyrirtækin selja um 20% af
framleiðslunni í heimahögum sín-
um, en hin 80% bjóða þau til sölu
í öðrum lýðveldum og héruðum.“
Hún gleymir sér ekki í þessum
ævintýraheimi, þar sem brúður af
öllum gerðum og stærðum gráta og
hlæja, rugguhestar bíða eftir knap
anum, þar sem fjarstýrð skip og
tu.nglgenglar standa hlið við hlið.
Lidija Gornostajeva man, að hún
þarf að skoða leikföngin, gagnrýna
þau.
„Hvernig á nokkur krakki að far.a
sð bví að anda með svona erímu?
Vf>- ekki hægt að hafa munninn að-
eins minni? Og liturinn á þessu.
Þetta er hörmung. Verksmiðjan
þarf að gera bragarbót.
Nei sko. Lítið á þetta. En falleg-
ar trédúkkur. Þessi leikföng eru
engum til skammar."
Á einum stað á sýningunni eru
leikföng, sem eru eftirlíkingar af
fornum vopnum.
Ég spyr Lidiju Gornostajevu,
hvort að hernaðarleikföng vekji
ekki grimmd hjá börnunum.
„Hernaðarleg leikföng eru aðeins
3—4% af heildarleikfangafram-
leiðslunni og svo er leitast við að
láta þau ekki líta út eins og raun-
veruleg vopn. Þau eru litskrúðug,
rauðar, gular og grænar fallbyssur
og skotvopn. Strákar hafa gaman
af slíkum leikföngum. Þeim er
nauðsynlegt að leika hetjur, sem
verja hið góða fyrir hinu illa.“
☆
Ég hrasaði og datt í tröppunum við safnið, þar sem ég vinn, og
fékk áverka á höfuðið. Eftir að læknir hafði skoðað mig og búið
um sár mín, ók maðurinn minn mér heim, en hann er framkvæmda-
stjóri safnsins. Á leiðinni sat, hann í þungum bönkum þar til hann
sagði allt í einu: „Við vorum nú annars fjári heppin.“ „Heppin?“
svaraði ég undrandi. „Já,“ svaraði hann. „Ef einhver annar hefði
dottið þarna, hefði hann sjálfsagt farið í skaðabótamál við okkur.“
M.W.S.
F J ÖLSKYLDULE YND ARMÁL.
Amerískur stjórnmálamaður var spurður, hvort hann hefði nokk-
uð á móti því að upplýsa almenning um tekjur sínar og fjárhags-
ástæður. Hann svaraði þannig: „Ég hef ekkert á móti því að gefa
opinbera yfirlýsingu um það. Það er bara fjölskyldan sem ég óttast.*‘
H.P.