Úrval - 01.09.1975, Side 100
98
ÚRVAL
Fransiskó með athafnaæði til at-
hugunar og meðferðar. Bæði hann
og samstaríslæknar hans uppgötv-
uðu, að mörg börn höfðu átt við
ofnæmissjúkdóma að stríða, en flest
höfðu eðlilega eða háa greindar-
vísitölu og borðuðu firnin öll af
bragð- og litefnakrydduðum fæðu-
tegundum.
Börnin voru sett á mataræði al-
gerlega rúið öllum tilbúnum bragð-
og litarefnasamböndum. Innan fárra
vikna höfðu 15 þeirra náð ótrúleg-
um bata.
Einn 7 ára drengur hafði t. d.
verið með ótrúlegt athafnaæði ár-
um saman. Þegar hann var heima,
segist Feingold hafa orðið vitni að
hvernig hann böðlaðist um allt,
skellti hurðum og sparkaði í vegg-
ina og skellti jafnvel hjólinu utan í
bílana, sem fóru framhjá. í skólan-
um fyrirmunaði athafnaæðið hon-
um að læra nokkuð og hann tryllti
hin börnin í bekknum. Taugalækn-
ar, barnalæknar og geðlæknar stóðu
ráðþrota gagnvart honum, þangað
til hann var settur á mataræði Fein-
golds. Eftir að hann hafði verið á
því í nokkrar vikur, róaðist dreng-
urinn, gekk vel í skólanum og hag-
aði sér óaðfinnanlega heima hjá sér.
Feingold segir enn fremur: Það var
í meira lagi eftirtektarvert, að væri
gamla mataræðið tekið upp á ný,
umturnaðist drengurinn á nokkrum
klukkutímum og athafnaæðið magn-
aðist ótrúlega. Það er hægt að gera
þessi börn að villidýrum og lömb-
um eftir vild til skiptis, segir hann,
með breytingum á mataræði.
Feingold hefur enn ekki gert
neinar samanburðarrannsóknir. —
Þess vegna leggur hann áherslu á,
að hér sé aðeins um bráðabirgða-
athuganir að ræða. En meðan beðið
er eftir nánari niðurstöðum, segist
Feingold álíta, að hægt sé að hafa
hemil á athafnaæði margra barna,
með mataræði, sem sé gjörsneytt
tilbúnum litar- og bragðefnum. En
það getur hins vegar verið nánast
útilokað að halda börnum á svo
einstrengingslegu fæði.
Tilbúin litar- og bragðefni eru í
allt að 90% allra fæðutegunda, sem
búnar eru til með nútímaaðferðum.
Feingold spyr: Eru það nokkur und-
ur, þó að börnin okkar æði um og
geti ekki lært?
☆
Við nánari umhugsun hef ég komist að því að það gefur meiri
ánægju að vinna heldur en að skemmta sér.
Charles Baudelaire.
Að ferðast — er ekki bara að fara úr stað í stað. Nei! Að ferðast
er að víkka sjóndeildarhringinn og læra.
A.P.