Úrval - 01.09.1975, Page 104
102
ÚRVAL,
skipti, sem matmálstíminn verður
að víkja fyrir skyldustörfum.
Maðurinn, sem tilkynnti innbrot-
ið, er ekki heima. Roland spyrst
fyrir um hann í næstu búð og fær
að vita, hvar hann sé að finna. Slík
hjálpsemi er ekki óvenjuleg á þess-
um slóðum, því að lögreglan er vin-
sæl og oft eina hjálparhellan, ef
eitthvað bjátar á.
Roland rannsakar innbrotið gaum
gæfilega og semur skýrslu, en að
því búnu ætlar hann að gera aðra
tilraun til að fá sér matarbita. En
það tekst ekki betur en í fyrra
skiptið.
Það er tilkynnt í talstöðinni að
alvarlegt umferðarslys hafi orðið í
um 270 kílómetra fjarlægð. Lög-
reglubíllinn tekur viðbragð og þýt-
ur af stað á ofsahraða. Þegar hann
nálgast slysstaðinn mætir hann
tveimur sjúkrabifreiðum, sem aka
í gagnstæða átt. Roland gerir nauð-
synlegar ráðstafanir og athugar
verksummerki. Bíll með fimm ungl-
insum hefur farið út af veginum
og lent á rafmagnsstaur. Það er brot
í framrúðuna eftir höfuð ökumanns-
ins.
Verkefni lögreglumannsins eru
mörg. Hann athugar hvort raflínur
hafi slitnað og gerir síðan boð eftir
viðgerðarmönnum og kranabíl. Þá
mælir hann bremsuförin, yfirheyrir
vitni að slysinu og leggur leið sína
í sjúkrahúsið til að ljúka skýrsl-
unni. Þó að það gangi kraftaverki
næst, hefur enginn beðið bana í
slysinu. Orsök þess var gálaus
akstur.
Klukkan tæplega hálf ellefu stað-
næmdist lögreglubíllinn fyrir utan
verslunarhús. Það er lokað, en hús-
vörðurinn er inni. Hann ræðir við
Roland um hnuplmál, sem brátt
kemur fyrir dómstólana. Þeir rabba
saman um stund, því að Roland er
þeirrar skoðunar, að lögreglan eigi
að kappkosta að halda vinsældum
fólksins. Loks segir hann: „Eg verð
að fara. Eg athuga nokkrar bensín-
stöðvar í leiðinni, en svo fer ég
heim að horfa á sjónvarpið."
En eins og oft vill brenna við í
starfi lögreglumannsins, fór þetta
á annan veg. Athugun á bensín-
stöðinni leiddi til töku gula bílsins,
og loks þegar Roland kom heim
klukkan hálf þrjú á laugardags-
nóttina var konan hans sofnuð og
siónvarpsmyndin að verða búin.
☆
Lokuð bók er bara nokkur pappírsblöð.
Kínverskt máltæki.
Gallinn við að hafa ekkert mark er sá, að allt lífið getur maður
þotið fram og aftur um völlinn, án þess nokkru sinni að skora.
B.C.