Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 109
ÞÚ GETUR BREYTT MAKA ÞÍNUM
107
raun og veru mótast menn og kon-
ur saman, eða nánar sagt, þau
þroskast í nokkurs konar stökkum,
ná hvort öðru og fara fram úr til
skiptis.
Eins og Chora höfðu allir hinir,
sem ég hef minnst á, átt bjartar
framtíðarvonir. Chora hafði byrjað
rétt, hún gerði vel heppnaðar breyt-
ingar á sambandi sínu og Bills, og
þegar hann var sannfærður og hún
örugg í sínu hlutverki, var hann
nægilega sveigjanlegur til að að-
lagast nýjum háttum. Það er stað-
reynd, sem oft á við um konur, sem
komast í auknum mæli í snertingu
við heiminn utan veggja heimilis-
ins, að Bill fannst hún áhugaverð-
ari félagi en áður. Og niðurstaðan:
Auðugra líf fyrir bæði Bill og
Choru.
☆
Fornbókasali, sem lifir vel af því að selja gömul kvikmyndavegg-
spjöld og tímarit sagði: „Eftirspurnin eftir gömlum hlutum blómstr-
ar meir en nokkru sinni fyrr. Það er mikil framtíð í fortíðinni.“
D.B.
Þegar þú kemur heim á æskustöðvarnar kemstu að því, að það
eru ekki þær, sem þú þráðir — heldur æskan.
Earl Wilson.
Dagblað hefur ekki bara þann tilgang að segja frá hlutunum —
heldur að vekja athygli á ýmsum málum og fá fólk til að láta þau
til sín taka.
Mark Twain.
Ástæðan til þess að verðbólgan siglir hraðbyri er sú, að allt sam-
félagið hjálpast að við að blása í seglin.
H.C.
Ef maður vill halda sér ungum, er kannski ekki betra ráð til en
að spara kraftana, sem maður myndi annars eyða í það að halda
sér ungum.
F.J.
Vingjarnleiki fer aldrei til spillis. Þótt hann hafi ekki áhrif á
móttakandann, gagnar hann í öllu falli gefandanum.
S.S.