Úrval - 01.09.1975, Side 117
HEIMSKI, DÁSAMLEGI KALKÚN
annar úrgangur er notað í minka-
fóður. Allt er nothæft nema gogg-
urinn.
Stærsta kjúklingaútungarbú
heimsins er í Wilmar í Minnesota.
Það ungar út einum af hverjum 6
kalkúnum sem fara á Bandaríkja-
markað. Árið 1920 voru aðeins 37
kalkúnar á meðaltalsbúi í Minne-
sota. í dag eru þeir 58.000. Búið í
Wilmar hefur 150 starfsmenn og
framleiðir 10 milljón fugla árlega.
Framleiðslan fer að mestu fram
innanhúss, með því sparast starfs-
kraftur.
Það eru framfarirnar í ræktun
fuglsins sem gerir þessi stóru bú
möguleg. Fram að 1940 dóu 25%
fugla að meðaltali úr sjúkdómum,
eða þeir sveltu sig í hel. (Fæðan var
til staðar en þeir litu ekki við
henni). Nú er hægt að framleiða
13.5 pund af kalkún á 14 vikum
með 27 pundum af fóðri, en fyrir
30 árum þurfti til þess 18 vikur og
37 pund af fóðri. Þennan árangur
er að þakka rannsóknum á hag-
kvæmasta fóðri til kalkúnaræktun-
ar. En þarna kemur líka til notkun
115
ýmissa lyfja eins og súlfa, fúka-
lyfja og bóluefnis, sem heldur sjúk-
dómum í skefjum, en áður fyrr
gátu þeir þurrkað út heila stofna.
Dauðir fuglar eru nú um 8%. Lloyd
Peterson, formaður Alheimssam-
bands kalkúnræktenda, segir að
fuglinn geti orðið mikilvæg út-
flutningsgrein fyrir framleiðendur
í Norður-Ameríku, því þróunar-
löndin skortir mikið nauð-
synlegar fæðutegundir — kraft-
miklar korntegundir eins og Banda-
ríkin eiga, svo sem hveiti og soyja-
baunir og byggið í Kanada.
Náttúrufræðingurinn William
Wood í Massachusetts skrifaði árið
1630: „Kalkúninn er mjög stór fugl.
Hann getur hlaupið eins hratt og
hundur á sínum löngu leggjum, og
hann flýgur eins vel og gæs.“ —
William Wood, þú ættir að sjá hann
núna: Of heimskur til að éta, of
heimskur til að auka kyn sitt, of
heimskur til að fljúga. En bragð-
góður. Og það eru bragðgæðin, sem
eru eftirtektarverðustu og bestu
fréttirnar fyrir hungraðan heim.
☆
Ef þú hugsar ekki um framtíðina geturðu heldur ekki átt neina.
John Galsworthy.
Það góða við að eldast, er það að börnin manns verða sömu meg-
in við kynslóðabilið og maður sjálfur.
National Enquirer.