Úrval - 01.09.1975, Side 125
ERU FRÁSAGNIR BIBLÍUNNAR SANNAR?
123
Biblíunnar geti sérfræðingar og
fræðimenn einir svarað. Ég tel hins
vegar að svo sé ekki, að hver sem
hefur sæmilega dómgreind og fróð-
leikslöngun geti kynnt sér málið og
eigi að gera það.
Hvernig á að fara að því? Til
þess eru margar leiðir. Þrjú atriði
verða nefnd hér sem dæmi. Þau
eru saga Gyðingaþjóðarinnar, forn-
leifafundir og vitnisburður Jesú
Krists.
GYÐINGAÞJÓÐIN. Gyðingaþjóð-
in er staðreynd í sögunni. Saga
þjóðarinnar er skráð í Gamla testa-
mentinu. Mjög lítið er um sam-
tímaheimildir, sem nota mætti til
að kanna sannsögulegt gildi frá-
sögu Ritningarinnar. Fornleifarann-
sóknir veita nokkra hjálp í þessu
efni. Allt sem þekkt er úr heimild-
um utan Biblíunnar er í fullu sam-
ræmi við frásögn Gamla testa-
mentisins.
Það eru ekki aðeins hinir sögu-
legu þættir Gamla testamentisins
sem bera vitni um óskeikula ná~
kvæmni og áreiðanleik hvað snert-
ir Gyðingaþjóðina, heldur og hinir
spámannlegu.
Fyrir mörgum öldum sagði Guð
um Gyðingaþjóðina: „Það er þjóð-
flokkur sem býr einn sér og telur
sig eigi meðal . hinna þjóðanna."
4. Mós. 23, 9. Svo kann að virðast
sem mótsögn felist í sumum öðr-
um spádómum Drottins: ,,En yður
vil ég tvístra meðal þjóðanna og
bregða sverði á eftir yður.“ 3. Mós.
26, 33. ,.Ég skal svo um bjóða, að
ísraelshús verði hrist út á meðal
allra þjóða eins og korn er hrist í
sáldi án þess að nokkur steinvala
falli til jarðar.“ Amos 9, 9.
ÞJÓÐIN DREIFÐ, HELDUR
SAMT SAMAN. Ennfremur var svo
sagt fyrir um dreifingu þjóðarinn-
ar: „Og meðal þessara þjóða munt
þú eigi mega búa í næði og hvergi
mun hvíldarstaður vera fæti þín-
úm heldur mun Drottinn gefa þér
þar skjálfandi hjarta, þrotnandi
augu og ráðþrota sál. Líf þitt mun
leika fyrir þér sem á þræði og þú
munt hræddur vera nótt og dag og
aldrei vera ugglaus um líf þitt.“
5. Mós. 28, 65—66.
Þrátt fyrir ofsóknir og dreifingu
var sagt fyrir um að Gyðingar
mundu halda saman sem þjóð: „En
jafnvel þá er þeir eru í landi óvina
sinna, hafna ég þeim ekki og býð-
ur mér ekki við þeim svo að ég
vilji aleyða þeim.“ 3. Mós. 26, 44.
í þessum ritningargreinum eru
fjórir skýrir spádómar: Sérkenni
þjóðarinnar, dreifing hennar um
öll lönd, ofsóknir gegn henni og
athyglisverð varðveisla hennar.
Uppfylling þessara spádóma hefur
verið fyrir allra sjónum öldum sam-
an. Allt fram á þennan dag eru
Gyðingar aðgreind þjóð, sem lítið
hefur blandast öðrum. Þjóð þessi
hefur verið hrjáð, hrakin og höt-
uð, meir en nokkur önnur, en hef-
ur samt staðist reiði og ofsóknir
óvina í aldanna rás.
FORNLEIFAFUNDIR. Gagnrýn-
endur Biblíunnar hafa löngurn
haldið því fram að í henni úi og
grúi af sagnfræðilegum skekkjum.
Þeir hafa margir hverjir látið í