Úrval - 01.09.1975, Side 134
132
ÚRVAL
sér góða grein fyrir síendurtekn-
um dagdraumum sínum, geti slíkt
á ýmsan hátt gefið skýringu á ýms-
um þáttum eigin persónuleika og
ástæðum þeim, sem að baki hegð-
unar manns liggja. David McClel-
and, prófessor í sálarfræði við Har-
vardháskóla, hefur sýnt fram á, að
dagdraumar um frama endurspegl-
ist í raunverulegri viðleitni manns-
ins að komast áfram í lífinu. Ung-
ur maður, sem leitaði hjálpar hjá
mér, dreymdi oft dagdrauma um
sjálfan sig sem dreng í hópi fé-
laga sinna. Þegar hann hugsaði
nánar um dagdrauma þessa, gerði
hann sér grein fyrir því, að undan-
farin ár hafði hann einbeitt sér að
því að þroska hæfileika sína á sviði
eðlisfræði og stærðfræði, en af-
neitað um leið þeim þætti persónu-
leika síns, sem einkenndist af sér-
staklega miklu félagslyndi og vin-
gjarnleika. Hann gerði sér nú grein
fyrir því, að það yrði þýðingar-
mikið fyrir hann í starfi hans að
leggja áherslu á þennan þátt per-
sónuleika síns og að slíkt væri
unnt, án þess að hann þyrfti jafn-
framt að hætta viðleitni sinni til
aukins vitsmunalegs þroska.
AÐ ÖÐLAST STYRK, ÞEGAR Á
MÓTI BLÆS. Herman Field, borg-
arskipulagsfræðingur, minntist lifs
síns sem fangi kommúnista í Pól-
landi. Hann var grunaður um að
vera njósnari fyrir bandaríkja-
menn og dvaldi í fangelsi í rúm
fimm ár. Á þe'm langa tíma tókst
honum og einum samfanga hans að
koma í veg fyrir eigin uppgjöf með
því að skýra hvor öðrum frá hin-
um litríku og fjölskrúðugu dag-
draumum sínum og ímyndunum.
Field byrjaði svo að skrifa frá-
sagnir þessar hjá sér í formi skáld-
sögu, sem þeir urðu svo hugfangn-
ir af, að þeir gátu staðist hinar sál-
fræðilegu pyntingar, sem þeir urðu
að þola. Field gaf sig á vald ímynd-
unum og dagdraumum um aðferðir
til þess að leika á fangaverðina, og
með því að framkvæma þær, neyddi
hann þá í raun og veru til þess að
veita honum hinar nauðsynlegustu
nauðþurftir.
Auðvitað óttast margt fólk, að
gefi það sig á vald villtum dag-
draumum og ímyndunum, muni því
veitast erfitt að snúa aftur til raun-
veruleikans eða að vega og meta
raunverulegar aðstæður á hag-
kvæman hátt. Flestar rannsóknir á
þessu hegðunarsviði benda til, að
þessi ótti sé ástæðulaus. Venjulegt
fólk getur venjulega vegið og met-
ið með þokkalegum árangri, hvað
er í rauninni framkvæmanlegt og
hvað ekki. Það er fremur hætta á
því, að við snúum of fljótt baki
við dagdraumum okkar og tökum
að fást við önnur viðfangsefni, sem
útiloka ímyndunaraflið. Við tökum
of oft þátt í innantómum og heimsku
legum viðræðum eða sitjum og
störum tómlega á sjónvarpsdagskrá.
Ef við veitum okkur bara tíma á
hverjum degi til rólegrar hugleiðslu
og glettnislegra dagdrauma og
ímyndana, byrjum við kannski að
uppskera hinn raunverulega árang-
ur af því öfluga ímyndunarafli, sem
við erum í rauninni öll gædd.
☆