Úrval - 01.09.1975, Síða 139
LEONARDO AFTUR I SVIÐSLJOSINU
137
sem er í eigu Milano-borgar, en
það er stórkostiegt safn athuga-
semda hans og teikninga, og fund-
ur handrita hans, sem fundust í
tveimur bindum í afviknu skoti
Þjóðarbókhlöðu Spánar. Nú, þegar
þessi handrit eru komin fyrir al-
menningssjónir, cr næst að ætla, að
Leonardo sé hatja okkar tíma —
sérhver setning og athugasemd
þessa „risa“ hafa verið athuguð af
kostgæfni.
Var það hann, sem fann upp
þyrluna? Bifreiðina? Lagði hann
grundvöll að nútima eðlisfræði og
vélfræði? Er ég hafði farið í gegn-
um gögn hans og rætt við sérfræð-
inga um sannleiksgildi þessa, varð
ég að játa, að ég var engu nær.
En af því, sem kemur fram við
athugun á þessum frumskógi papp-
írsbleðla, er það staðreynd, að
Leonardo var aðdáunarverður ein-
staklingur, snillingur í flestum
greinum.
Hann fæddist árið 1452 á litlum
bóndabæ fyrir utan borgina Vinci,
en hún er í námunda við Flórens.
Hann var fæddur utan hjónabands:
Móðir hans var óbreytt sveita-
stúlka, en faðirinn hins vegar lög-
bókari. Tók hann drenginn brátt
að sér. Er faðirinn varð þess svo
áskynja, að drengurinn var drátt-
hagur, kom hann honum í læri hiá
flórenskum listmálara og mynd-
höggvara, Andrea del Verrocchio
að nafni. Að nokkrum árum liðn
um, við aga og einurð í námi, fór
Leonardo að ná tökum á málara-
list, bronz-steypu og byggingar-
list.
Þrítugur að aldri gerðist Leo-
byssa, þai' sem Iissqt var að lóta örv-
arnar hvína fjórum sinnum í hverjum
hring mylluhjólsins.
nardo þátttakandi í hinu dýrðlega
hirðlífi hertogans af Mílanó, Ludo-
vica Sforza, en hann var einn af
valdamestu höfðingjum í Evrópu
þá. Hann var fyrst ráðinn sem verk-
fræðingur og tók að teikna varnar-
virki; hann hafði einnig umsjón
með framkvæmd. áveituáætlunar.
Þá lagði hann fram djarfa áætlun,
er miðaði að því að umbreyta hinni
ömurlegu Mílanó-borg í dæmigerða
fyrirmyndarborg — og málaði hið
stórfenglega verk „Síðasta kvöld-
máltíðin". Leonardo var einnig
góður lagasmiður, og söngvana, sem
hann flutti, samdi hann við sjálf-
an frumflutninginn og lék undir á
líru, sem hann hafði búið til sjálf-
ur. Fágaður sögumaður var hann
og hafði hæfileika til að koma fólki
til að hlæja. Þessir hæfileikar
ásamt aðlaðandi framkomu, karl-
mannlegu útliti, fríðu andliti og