Úrval - 01.09.1975, Síða 140
138
ÚRVAL
skrautlegum klæ'ðnaði, öfluðu hon-
um vinsælda við hina veraldlega
sinnuðu hirð Mílanó.
Leonardo hafði mikla þörf fyrir
að skrifa, og var í sífellu að hripa
eitthvað hjá sér. Oft elti hann fólk
uppi, ef honum þótti það sérkenni-
legt í útliti, til að rissa upp and-
litsmynd þess. Áætlanir hans í
verkfræði og byggingarlist, athug-
anir hans í fjarvídd, grasafræði og
líffærafræði, allt skrifaði hann þetta
niður hjá sér á hvers konar papp-
írssnepla, sem hann hafði við hend-
ina í það og það sinnið. Þetta safn-
aðist svo saman hjá honum á ævi-
ferli hans, er lá um Flórens, Páfa-
garð og að síðustu Frakkland, þar
sem hinn loðbrýndi, gráskeggjaði
listamaður lést 2. maí 1519, 67 ára
að aldri, umkringdur tryggum læri-
sveinum sínum.
ARFURINN DREIFÐUR. í erfða-
skrá sinni ánafnaði Leonardo hand-
rit sín lærisveini sínum, Frances-
co Melzi, sem flutti þau aftur heim
til Ítalíu. Þar endurskoðaði Melzi
þau og samdi ,,Ritgerð um mynd-
]ist“ úr völdum þáttum þeirra. Hún
var síðar gefin út undir nafni Leo-
nardos. Melzi lét það sem eftir var
arfsins afskiptalaust. Sonur hans og
erfingi hrúgaði handritunum sam-
an. kom þeim fyrir uppi í þak-
kompu og hirti síðan ekki meira
um bau. Þegar kunningi hans
hnuolaði 13 handritanna og ætlaði
síðan að skila þeim vildi Melzi
vn?ri meira að segja ekkert með
ban. hafa.
Fn um þetta leyti þéttist um
bessi verðmætu handrit, og ítalsk-
Nókvæm smóatriðateikning af vindu
til að lyfta þungu hlassi — eins konar
kraftblökk.
ur myndhöggvari, er starfaði í
Madrid, Pompeo Leoni að nafni,
komst yfir þau næstum öll. Þar eð
hann áleit, að verðmæti þeirra
mundi vaxa við betri niðurröðun,
safnaði hann saman hundruðum
lausblaða í bók af „atlas-stærð“,
stærð landakortabókar, og er þar
af leiðandi kölluð „Atlantic". Þessa
uppsláttarbók, handritasafn, keypti
síðan ítalskur aðalsmaður, sem gaf
það Ambrosiansafninu í Mílanó ár-
ið 1636.
Er aldir liðu, voru menntamenn,
er leituðu til þessa svokallaða At-
lantic skjalasafns, oft leiðir yfir
birðuleysislegu ástandi þess. Leoni
hafði lagt sum blöðin hvert yfir
annað, þannig að þau huldu það,
sem hann taldi litlu máli skipta.
Meðal þeirra, sem hvöttu hvað mest
til endurskoðunar handritanna, var
séra Giovanni Battista Montini,
erkibiskup af Mílanó, nú Páll páfi