Úrval - 01.09.1975, Side 141
LEONARDO AFTUR í SVIÐSLJÓSINU
139
VI. Ríkisstjórn Ítalíu ákvað loks
að sjá um verkið, sem síðan var
unnið með leynd, með tilliti til
þess, hve ómetanlegt það var.
Nú kemur til sögunnar faðir
Jósafat Kurelo. Hann var brasi-
lískur munkur, fæddur í Rússlandi,
menntaður í olíuefnafræði. Þessi
vinalegi, skeggjaði karl var kunn-
ur sem einn af heimsins fremstu
sérfræðingum í bókaviðgerðum.
Faðir Kurelo sýndi mér rannsókn-
arstofu sina, þar sem hann hefur
aðsetur í munkaklaustri á einni af
hæðunum umhverfis Rómaborg.
„Við fundum um það bil 80 áður
óþekkt frumrit. Sérhvert eintak var
gaumgæfilega efnafræðilega hreins-
að og styrkt. Öryggi? Eg kom fyrir
eiturgaskútum innan við sérhverja
hurð vinnustofunnar á næturnar og
setti upp aðvörunarskilti: Gas! Og
það urðu engin vandræði."
Nú er þessi ómetanlega uppslátt-
arbók. sem skiptist í 12 risastór
bindi, varðveitt í Ambrosiansafn-
inu. Ginnti-Barbera, útgefandi í
Flórens, er nú að gefa út ljósprent-
un af verkinu í vönduðu skinn-
bandi, og verður hún seld söfnum
og söfnurum fyrir sem svarar 1,55
miHiónum króna.
En hvað um afganginn af hand-
ritum Leonardos? Safn teikninsa
hans keypti jarlinn af Arundel af
erfingium Leonis fyrir 1630, en síð-
ar var það gefið konungsfiölskvld-
unni í Stóra-Bretlandi. Þessar 600
teikningar eru nú í góðri geymslu
í Windsor kastala. Vísindamenn
feneu fvrst að líta á handrit Leo-
nardos. þegar Napóleon sendi bau
til Parísar ásamt, með 12 minnis-
Gangróður fyrir klukku. Undir mynd-
inni sést sýnishorn af spegilskrift
Leonardos.
bókum, sem voru hluti af „lista-
herfanginu" eítir innrásina í Ítalíu
árið 1796 (Hluta af þeim var síðar
skilað, en afgangurinn er á franska
þjóðminjasafninu). Aðrar minnis-
bækur, svo og einstaka lausablöð,
ei'u nú dreifð um hinn kristna heim.
Sumir telja, að um þrír fjórðu alls
þess, sem da Vinci ritaði, hafi horf-
ið.
Fyrir nokkrum árum fór menn
að gruna, að mikilvægur Leonardo
fjársjóður væri falinn einhvers
staðar á Spáni, en þar lést Leoni
1608. Vitað var um tvö hefti í kon-
ungshöllinni þar; en þegar hallar-
bókhlaðan var sameinuð Þjóðar-
bókhlöðunni í Madrid, týndist slóð
þeirra gersamlega. Árið 1965 fóru
bókasafnsverðir á stúfana fyrir
þrýsting menntamanna, og viti
menn, hinar langþráðu bækur fund-
ust, tvær bækur af venjulegri
stærð, bundnar inn í rautt, gull-
bryddað skinn, og hafði verið kom-