Úrval - 01.09.1975, Side 142
140
ÚRVAL
ið fyrir undir röngu tilvitnunar-
númeri og á þann hátt á rangri
hillu þegar árið 1830. Þessi bókar-
bindi, sem nú eru þekkt undir
nafninu „Madrid Codex“ eru um
700 síður og bætast því við hinar
0000 síður minnisatriða og teikn-
inga Leonardos.
SKRIÐDREKAR OG SILKI. Hin-
ar umræddu 19 bækur gefa okkur
fágæta innsýn í hugsanagang Leo-
nardos og fjölbreytileika. Sem dæmi
má nefna, að enda þótt hann kall-
r.ði stríð „hámark skepnuskapar“,
starfaði hann mestallt lífið að
hernaðartækni, fyrst hjá hertogan-
um Ludovico, síðar hjá Cesare Bor-
gia, sem þá var ráðamaður yfir
mestallri mið-ftaiíu. Fyrir herferð-
ir þeirra fann hann upp — að
minnsta kosti á pappírunum
nokkur voðastríðsvopn, eins og til
dæmis „skriðdrekann", sem knúinn
var áfram með „innbyggðu fót-
gönguliði“; stríðsvagna með hvöss-
um sveðjum, sem stóðu út frá hjól-
unum og snerust með þeim; marg-
hleypar hríðskotabyssur. Hann
spáði fyrir um kafbáta á sinn ein-
stæða og snilldarlega hátt og sömu-
leiðis tvesgia þrepa eldflaugar, sem
hann kallaði „örvaskotpílu".
Samt er allt gott um þessar 800
vélateikningar að segja. Markmið
þeirra var að gera manninum lífið
auðveldara. Er við veitum þeim at-
hvgli, liggur við að keðju- og gíra-
skröltið heyrist. Þarna eru vélar
til að bryna saumnálar, saga iárn-
bita, mæla rakastig andrúmslofts-
ins. spinna silki og hakka kjöt.
Áhald, sem kælir loft með vatni er
trúlega fyrsta ioftkælikerfi heims-
ins. Kranar, klukkur, speglar —
hvað getur ykkur dottið í hug?
Leonardo átti það allt.
En það, sem háði Leonardo í
flestum tækniuppfinningum hans,
var skortur á frum-hreyfiorku.
Hann kunni skil á orkugjöfum svo
sem vöðvaafli, vindum, vatni og
þyngdarlögmáli. Reyndar fann hann
upp „hestlausan vagn“, fyrstu bif-
reiðina. Hún var knúinn áfram með
röðum af spenntum bogum. En hver
hefði nennt að trekkja upp þessa
vél eftir hver þrjú fet? Án sprengi-
hreyfils. gufuvélar og rafmagns var
Leonardo ókleift að ganga lengra.
Þvert móti því, sem þá var tíska,
lét Leonardo sig ekki muna um að
skíta sig svolítið út til að komast
að meginatriðum. Hann vissi vel
hvað það var að „dvelja heilar næt-
ur í félagi við uppgrafin, grind-
horuð mannslík, sem voru hræði
leg á að líta“. „É’g hef krufið meira
en 30 lík,“ segir hann á einum stað.
Hann lagði stund á líffærifræði, rétt
eins og hann lagði fyrir sig augn-
fræði og fjarvídd, til að bæta mál-
aralist sina. Mannverur skyldu rétt
túlkaðar í málaralist, ekki sem
„hnetukörfur" heldur eins og mað-
urinn er í rauninni. Rannsóknir
hans færðu honum heim levndar-
dóminn um lífið sjálft og beindu
áhuga hans mjög að líffærum og
starfsemi þeirra. Hvernig 0etur
augað séð og móðurkviður frjóvg-
ast? Teikningar hans af hjarta og
fóstri marka tímamót í sögu lækn-
isfræðinnar.
MANNLEG TILFINNING. „Stú-