Úrval - 01.09.1975, Síða 143
LEONARDO AFTUR f SVIÐSLJÓSINU
141
díur“ á fuglum og samsetningu
vængja þeirra er að finna á víð og
dreif í bókum Leonardos. Ein bóka
hans ber titilinn „Flug fuglanna".
Svo eðlilegar eru teikningar hans
og að því er virðist unnar af svo
miklum hraða, að vísindamenn bera
sjón hans saman við hraðatækniút-
búnað nýtísku myndavélar. „Ef
fuglar og leðurbiökur gátu flogið,
hví g'átu þá ekki menn flogið líka?“
sagði hann gjarnan.
Haldinn þeirri firru að maður-
inn gæti flogið af eigin vöðvaafli,
teiknaði hann flugvélar ætlaðir
flugmanni, sem lægi annað hvort á
grúfu, væri hálfboginn eða þá
standandi — og notaði handleggi
og fætur til að „róa“. Einnig gerði
hann uppdrátt að fyrirbæri furðu-
lega líku því, sem við í daglegu tali
köllum þyrlu, en án nauðsynlegrar
vélarorku. Hins vegar hefði fall-
hlífin, sem hann fann upp, getað
gegnt sínu hlutverki. Sérfræðingar
í flugmálum eru reiðubúnir að játa,
að Leonardo hafi fyrstur manna
íhueað flug frá vísindalegu sjónar-
miði. Vitnisburður þess er nafn-
giftin á flugvellinum í Róm, sem
heitir eftir honum.
Og hvernig eigum við svo að
fara að því að meta þessa næstum
ótæmandi uppsprettu hugmynda
Leonardos? Hvort uppgötvanir hans
höfðu nokkur áhrif á efnislega þró-
un okkar er ekki aðalatriðið. En
það, sem vekur athygli okkar, er
þetta framúrskarandi ímyndunar-
afl, sem að baki liggur hugur
innblásinn af forvitninni, sem er
forsenda fyrir öllum sönnum vís-
indum.
En framar öllu öðru var Leonardo
listamaður. Og meðan viðleitni hans
á vísindasviðinu lá grafin um þriár
aldir, færði list hans heiminum
ríkulegan og göíugan arf. Og þótt
við séum ekki að hallmæla dýrðar-
Ijóma málverka hans, þá verðum
við að játa, að augljós er sú mann-
lega tilfinning, sem liggur að baki
handrita hans. Örvun þeirra og
ógnun, hið gáfulega verðmæti
þeirra, er fyrst og fremst fólgið í
því, að þau koma frá sama mann-
inum og málaði hina nafntoguðu
„Mónu Lísu“.
☆
Sumir þurfa öryggi til að vera hamingjusamir, en gleðin getur
geislað eins og fagurt blóm frá barmi örvæntingarinnar.
Anne Morrow Lindbergh.
Eiginkonan við kunningjakonu um eiginmanninn, sem liggur
önnum kafinn undir eldhúsvaskinum: „Hann veit nógu mikið um
pípulagnir til að vera hættulegur.11
Hoest, King Features.