Úrval - 01.09.1975, Page 144
142
ÚRVAL
^Úrvalsljóð_________
EINAR BENEDIKTSSON:
Draumur
Við þekktustum áður svo virkta-vel,
nú var hann þá kominn heimsókn í.
Hann skeytti ei hót um hríð né él;
(ég heyrði á stafninum veðragný).
Frá gólfinu miðju hann gekk þar að,
sem glugginn bar skímu á sorta húmsins.
Hann hallaðist fram á hálf-myrkum stað
og hnefana lagði að gafli rúmsins. —
Allt svaf þá írá kulda og koldimmuhríð.
Sá kunni að velja sér heimsóknartíð.
Hann kreppti hendur að húnum fastj
svo hlökkti í greipum, en skinnið brast.
Ég leit í sprungur á hnúum hans,
í hvíta, blóðlausa kviku.
En sumstaðar skein í brimhvítt beinið,
og brúnin, á steini höggin, gein við.
Það furðaði mig ei, því fyrir viku
frétti ég drukknan þessa manns.
Gesturinn ók sér með ferlegu fasi.
Ég fann, að nú þurfti orð að segja:
„Qvo modo te habes?“ Svö kvöddumst við fyr.
„Þú komst hér víst inn um luktar dyr.
Nú, segðu mér, hvernig þú, herra Nasi,
hefur það milli lands og eyja?“ —
Þá færðist í aukana fornvin minn sálugur,
fýldi grön og varð kynlega málugur:
„Mig klæjar, mig klæjar, konningi minn,
og kalt er mér bæði í logni og roki.“