Úrval - 01.09.1975, Page 145
143
Ég gægðist að skoða ‘ann, en skrapp í hnút, —
það skriðu marflær úr hlustunum út.
Þá glotti ‘ann, en mér brauzt, mara í koki,
því munnvikið rifnaði út á kinn, — <—
Lognsær
Kvika, mjúka bylgjubrjóst,
bældu þína sorg og gleði.
Hvíldu þig svo létt og ljóst
við lognsins frið og breyttu ei geði.
Loftsins straumar líða hægt,
lyfta þér svo blítt og vægt,
stíga hljótt hjá risabarnsins beði.
Á þér sé ég, unnarbrá,
eins og svip af hrannarsköflum.
Spegilvangans glampi og gljá
grúfir yfir huldum öflum. -—■
Ólgubrjóst, þín andartog
eru þung sem stormsins sog.
Djúpsins vættir leika að teningstöflum.
Mikla, kalda dulardjúp,
drauma minna líf þú glæðir. —
Afl þitt bak við bjarmans hjúp
ber mig upp í loftsins hæðir.
Bærast sé ég báruvæng,
breiðast sé ég hafsins sæng,
þar sem brimsins þróttur bundinn æðir.
Kvikan, mjúkan bylgjubarm
bið ég leggjast mér að hjarta,
dögg í auga, djúpan harm
með dularhjúp um andann bjarta;
hóglátt mál og brennheitt blóð,
blæju af kulda um hjartans glóð. •—
Kraft, sem ei vill ærslast hátt né kvarta.