Úrval - 01.09.1975, Side 149
SJÖ MÍNÚTUR
147
Eins og aðrir konunglegir líí-
verðir hafði Beaton verið valinn í
þetta ábyrgðarmikla starf án þess
að fá við það nokkra launahækk-
un. Hann var sérþjálfaður í óvopn-
aðri baráttu og úrvals skytta. Und-
ir látlausum jakkanum hans var
fyrirferðarlítið byssuhulstur með
sjálfvirkri Walther PP marghleypu,
„James Bond-byssunni“ — þunnri
og flatri. Hún er aðeins átján senti-
metrar að lengd, en mjög nákvæm
allt upp 1 25 metra. Ef í nauðirnar
ræki væri þessi byssa, í höndum
Beatons, eina vörn prinsessunnar.
Bíllinn nálgaðist Clarence House.
Það var fæðingarstaður Önnu
prinsessu og nú heimili drottning-
armóðurinnar. Alec Callender sá í
speglinum, að Mini-bíll hafði sveigt
til hægri til að taka fram úr Aust-
in bílnum, en í sama bili ruddist
hvítur Ford Escort fram úr Mini-
bílnum.
IAN BALL HAFÐI ekki einu
sinni í brjálæðislegustu draumum
sínum dreymt u.m að ræna Önnu
prinsessu í miðri borginni. Hann
hafði hugsað sér að bíða hentugs
færis einhvers staðar í Surrey, í
nánd við heimili hennar hjá her-
skólanum í Sandhurst, þar sem
Mark Phillips starfar. Undanfarna
sjö daga hafði Ball beðið slíks tæki-
færis og fylgst með hverri hreyf-
ingu Önnu.
Hann fór svo klaufalega að hlut-
unum, að hann hafði tvívegis á þess-
um tíma vakið grunsemdir. En hann
var líka sérlega heppinn.
Hann hafði tekið eftir því, að
Anna stytti sér stundum leið gegn-
um hliðið bak við Konunglega her-
skólann. Hann hafði því lagt bíln-
um sínum um tvö hundruð og fimm-
tíu metra frá hliðinu og þaðan
fylgdist hann með ferðum hennar
um það. Starfsmanni einum, sem
oft átti þarna leið um, þótti ein-
kennilegt hve oft þessi hvíti Es-
cort stóð þarna, með rúðurnar móð-
ugar eins og ökumaðurinn hefði
setið lengi í honum kyrrstæðum.
Hann setti skrásetningarnúmerið á
minnið, SVL 282L. Einnig setti hann
á sig útlit ökumannsins. Síðar varð
þessi maður eitt aðalvitnið í mál-
inu, og gat lesið upp úr dagbók
sinni að hann hefði séð hvíta Es-
cortinn standa þarna alls ellefu
sinnum dagana 17.—20. mars, en
þann dag, 20. mars, hafði Ball séð í
the Daily Telegraph að Anna og
maður hennar myndu verða við-
stödd fyrrnefnda kvikmyndasýn-
ingu.