Úrval - 01.09.1975, Side 150
148
ÚRVAL
Að morgni miðvikudagsins 20.
mars tók leynilögregluforinginn
John Horton einnig eftir þessum
hvíta Escort, standandi skammt frá
bakhliðinu. Leynilögregluforinginn
var að kanna innbrot, sem framið
hafði verið í grenndinni, og nam
staðar til að rannsaka þennan bíl
og ökumann hans. Ball afhenti hon-
um ökuskírteim með nafni Johns
Williams. Það var leitað í Escort-
inum, en þar sem ekkert fannst, er
tengdi ökumanninn við innbrotið,
var engin ástæða talin til að hefta
ferðir hans.
Ball var illa brugðið við þetta
atvik, og hann gerði sér ljóst, að
nú gat hann ekki mikið lengur
beðið. Þar að auki hafði hann kom-
ist að því með símtali við blaða-
fulltrúa Buckingham hallar, að
þann 25. mars — eftir aðeins fimm
daga i— myndi Anna fara til Þýska-
lands. Þetta kvöld fylgdi hann
prinsessunni til London, án þess
að hafa gert það upp við sig, hvað
hann eiginlega ætlaði að gera.
Hann var haldinn ómótstæðilegri
þörf til þess að fylgjast með hverri
hreyfingu Önnu.
ÞEGAR HANN ÓK þarna eftir
The Mall á eftir NGN 1 og sá Buck-
ingham höll í aðeins um 500 metra
fjarlægð, varð honum allt í einu
ljóst, að eftir hálfa mínútu yrði
prinsessan honum enn einu sinni
utan seilingar. Klukkuna vantaði
kortér í átta. Það var þegar orðið
skuggsýnt og skuggarnir dimmir
milli viktoríönsku götuljósanna á
The Mall. Aðgerðaleysið varð hon-
um um megn. Þessi einræni mað-
ur, sem hafði bruggað ráð sín svo
lengi, varpaði allt í einu frá sér
allri varkárni. Hann gat ekki beð-
ið lengur.
Ball jók ferðina og fór íram úr
Minibílnum, sem þegar var byrj-
aður að fara fram úr Austinbíln-
um. Svo renndi hann sér í veg fyrir
báða bílana og nam staðar. Alec
Callender varð að nauðhemla til að
komast hjá árekstri.
Lífvörður prinsessunnar, James
Beaton, sá þennan ógætna ökumann
koma út úr bíl sínum og hraða sér
upp að ökumannsdyrum Austin-
bílsins, sem eru alla jafna hægra
megin á bílum í Bretlandi. Beaton
fór út úr bílnum til að vita hvað
væri á seyði. Um leið og Beaton
lagði af stað aftur fyrir Austinin,
kom Ball upp að Alec Challender.
Hann hélt á .38 marghleypu.
„Dreptu á bílnum,“ skipaði hann.
Svo sneri hann sér að afturglugg-