Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 159
SJÖ MÍNÚTUR
15?
og 1 sömu sviíum kastaði Edmonds
ser á hann og íelldi hann. Andar-
taki siðar köstuðu iimm aðrir iög-
regiumenn sér yfir Ian Baii og einn
þeirra sparkaði úr hendi hans marg
hleypunni, sem enn var með fimm
skotum.
Nú voru nákvæmlega sjö mín-
útur liðnar, síðan mannránstilraun-
in hófst.
Sammy Scott gekk að Austin-
bílnum og sá að Mark Phillips hélt
enn utan um konu sína. Hún steig
inn í bílinn og spurði: „Ertu
ómeidd, elskan?“
Prinsessan og maður hennar litu
upp og brostu. „Já, þakka þér fyr-
ir,“ svaraði Anna. „Mér líður prýði-
lega.“
ÞEGAR FANGINN VAR yfir-
heyrður síðar um kvöldið, neitaði
hann fyrst í stað að svara nokkr-
um spurningum. Yfirmönnum Scot-
land Yard virtist bréfið til drottn-
ingarinnar og fjárhæðin, sem hann
bar á sér, benda mjög eindregið til
þess, að hann væri félagi úr hópi
hermdarverkamanna.
Fyrsta hugsun þeirra var að ná
samsærismönnunum, en eftir 48
stunda nána öryggisleit kom í ljós,
að það, sem Ball sagði, var líklega
satt: „Ég gerði þetta einn og skipu-
lagði það einn.“ Þá höfðu lögreglu-
mennirnir sett saman fyrsta og þýð-
ingarmesta kaflann í sögunni um
hinn ógæfusama Ian Ball.
Hann fæddist aðeins þremur ár-
um á undan Önnu prinsessu. Faðir
hans var iðnaðarmaður og dó, þeg-
ar drengurinn var fimm ára.
Skömmu síðar fluttist fjölskyldan í
húsnæði á vegum borgarinnar í
Uxbridge. Móðir hans vann fyrir
þrem pundum á viku í verksmiðju
tii að drýgja ekkjulííeyrinn og
framfleyta syni sínum og dóttur.
Ball var einrænt og þögult barn
og forðaðist fótboltaleiki hinna
drengjanna, af því þar gat orðið
nokkuð róstusaint. Jafnvel mömmu
hans þótti hann fremur heigulsleg-
ur, og í skólanum var honum strítt.
Þar var hann álitinn „sú gerð
drengja, sem vingast ekki við neinn
og fer sínar eigin leiðir. Það var
auðvelt að gleyma því, að hann
væri til . .
Eftir að hann lauk skólanum varð
hann stöðugt einrænni og geðstirð-
ari og fannst allir gera honum rangt
til. Hann ásakaði móður sína fyrir
að hafa ekki sent hann í betri skóla,
þótt hún hefði enganveginn efni á
því. Þegar hann var átján ára,
hætti hann allt í einu að tala við
hana. Þau þrjú ár, sem hann dvaldi
þó enn á heimili hennar, kom hann
boðum til hennar með þvi að skrifa
á miða og skilia þá eftir hér og
þar um húsið.
Þegar hann varð 21 árs, gerðist
það einu sinni er móðir hans kom
heim úr vinnu, að hún fann her-
bergið hans alautt. Hann var farinn
með allt sitt hafurtask. Það var ekki
fyrr en í mars 1974, að hún frétti
það frá lögreglunni, sem heimsótti
hana um hánótt, hvað af hon-
um hafði orðið, og á hvern
hátt hann var flæktur í það. sem
málflutningsmaðurinn Sam Silkin
kallaði síðar „næstum ótrúlegt —
eitt af þessum afar sjaldgæfu mál-
um, þar sem nakinn sannleikurinn