Úrval - 01.09.1975, Page 160
158
ÚRVAL
er miklu ótrúlegri en skáldsaga.11
Tuttugasta og annan maí var mál
Ians Balls tekið fyrir í Old Bailey,
þar sem hann var kærður fyrir
tvær morðtilraunir, fyrir að hafa
sært tvo menn og „reynt að ræna
og flytja burtu bennar konunglegu
hágöfgi Önnu prinsessu." Hann ját
aði sekt sína í öllum liðum.
Réttarhöldin voru stutt. Ráðu-
neytissálfræðingur vottaði, að Ball
þjáðist af djúpuro sálrænum sjúk-
dómi, og Widgery yfirdómari mælti
svo fyrir, að honum skyldi haldið
á geðsjúkrahúsi „án sérstakra tíma
takmarkana.“ Honum var komið
fyrir í öruggri vörslu í Rampton
sjúkrahúsinu í Nottinghamshire.
í NÓVEMBER HÉ'LT Elísabet
drottning heiðursveislu í Bucking-
ham höll, þar sem hún tók á móti
sjö mönnum og fiölskyldum þeirra.
James Beaton fékk Georgskross-
inn, æðsta heiðursmerki Bretlands
fyrir hetjudáð á friðartímum. Ron-
ald Russell og Michael Hills fengu
Georgsmerkið. Hills er enn með
kúluna hjá lifrinni, þar sem lækn-
ar töldu hættuminna að hafa hana
þar heldur en reyna að grafa eftir
henni. Alec Callender, Peter Ed-
monds og Brian McConnell fengu
riddaramerki drottningarinnar, en
Glanmore Martin var heiðraður
fyrir djarfa framgöngu.
En allt á sína þverstæðu. Ian
Ball fékk nokkru ágengt, sem eng-
inn hafði áður getað. Síðan þessar
minnisverðu sjö mínútur liðu á The
Mall, hefur öryggi konungsfjöl-
skyldunnar verið stórbætt. Það var
rétt, sem hann sagði við leynilög-
reglumennina, þegar þeir voru að
yfirheyrá hann: , Það hlýst eitt gott
af þessu — þið verðið að vernda
hana betur.“
☆
AÐLÖGUN SJALDGÆFRA DÝRA OG FUGLA.
í Kurgan, sem er rétt austan við suðurenda Úralfjalla, er verið
að gera garð fyrir dýr í því sérstaka skyni að gera þar tilraunir
með aðlögun sjaldgæfra dýra og fugla. Svæði þetta er valið með
tilliti til þess, að þar er gnægð fæðu og loftslagið hins vega.r hæfi-
lega kalt. Fengnir hafa verið apar frá Indlandi, og frá Moskvu,
Novosibirsk og Kákasus, svo og Austur-Þýskalandi, hafa verið
fengnir páfuglar, rádýr, hirtir, steppuantílópur og birnir. í kaup-
bæti hafa menn fengið stóra pelíkannýlendu, sem hélt til þarna
fyrir við Tjornojevatn, þar sem þessir stóru fuglar hafa deilt varp-
landi og fiskivatni með fjölda skarfa. Ætlunin er að sleppa hinum
ýmsu dýrategundum lausum í víðáttumiklum skógi og á vatna-
svæði í grenr.d við Kurgan jafnóðum og aðlögunartímabilinu er
lokið.