Úrval - 01.09.1975, Page 165
HEIMURINN ER HLÆGILEGUR
163
alls fyrir löngu var
*..... “
*
*
*
E
^ ég gestur á glæsilegu
veitingahúsi í New
|j| York. Gestgjafar mínir
— hópur stórtækra
verslunarmanna, pönt-
uðu mjög fínan árgang af víni og
kröfðust þess að ég, frakkinn,
bragðaði á því. En þegar þjónninn
hellti í glasið mitt, voru gestgjaf-
arnir svo niðursokknir í samræður
sínar að enginn tók eftir mér. í
stað þess að lyfta vínglasinu greip
ég þess vegna glas með ísvatni,
bragðaði umhyggjusamlega á því og
lýsti yfir, að það væri fullkomið.
Enginn tók eftir þessum „mistök-
um“.
Kannski var þetta ekkert óskap-
lega fyndið. En ég ætlaði að sýna
fram á nokkuð mikilsvert. Sem sé
að fólk, sem á of annríkt til að
taka eftir því, sem fram fer í kring-
um það, missir oft af öllum þeim
fjölmörgu mannlegu kringumstæð-
um, sem í rauninni er besta skemmt
unin, sem hægt er að hafa.
Við skulum til dæmis líta svo-
lítið á ferðalífið. Þegar maður þarf
að hanga í ílughöfn í klukkutíma,
getur maður annaðhvort ráfað óró-
legur um og gert sér alls konar
grillur, eða slappað af og litast um.
Sjálfum hefur mér aldrei leiðst,
meðan ég hef beðið eftir flugfari.
Það eru fyrst og fremst allir þess-
ir verslunarmenn, sem taka sjálfa
sig svo hátíðlega; þeir kvarta há-
stöfum yfir seinkuninni og opna og
loka skjalatöskunum sínum með
næstum háttbundinni hrynjandi.
Hlaðfreyjan varðveitir, þrátt fyrir
leifturásókn ferðalanganna, atvinnu
bros sitt — og hefur sem betur fer
ekki hugmynd um, að fallega, litla
húfan hennar er öll á skakk og
skjön. í brottfararsalnum velja mið
aldra hjón sér sæti og raða vand-
lega í kringum sig yfirhöfnum,
pinklum og töskum. Þrem mínútum
seinna líta þau á klukkuna, safna
samviskulega saman öllu sínu haf-
urtaski og flytja sig yfir í annan
sófa, þar sem allt hefst á ný.
Straumur farþega til og frá flug-
vélum ber með sér margvísleg