Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 173
170
ÚRVAI
Frásögn a[ himi örlagaríka
skre.fi þegar menn
tóku sér fyrst búsetu í
geimnum.
Geimstöðin -
fyrsta heimili
mannsins
i geimnum
IHOMAS V. CANBY
xmmx að
.....
•M .. ...
* *
*l___J*
voru einkennilegir
* rmenn, sem
héngu glannalega utan
á hinni risastóru Sky-
lab-geimstöð, er líktist
einna helst hollenskri
vindmyllu, en þaut nú með ofsa
hraða umhverfis jörðina í 430 km
hæð. Ef horft var niður, blasti
jörðin við í litbrigðum sínum, græn-
um, bláum og brúnum, en með vissu
millibili hvarf allt í myrkur næt-
urinnar, sem stóð ekki yfir nema í
hálftíma. Mennirnir tveir voru að
reyna að gera við skemmdir á
stærsta geimfa'ri, sem sent hafði
verið á loft. Þetta var 7. júní 1973.
Geimstöðin og Apollo geimferj-
an, sem tengd var við hana, var
tæpir 30 metrar á lengd samanlagt.
Geimstöðin var 100 smálestir að
þyngd og full af furðulegasta sam-
safni flóknustu vísindatækja, auk
birgða fyrir geimfarana. En nú
hafði bilun valdið því, að geim-
stöðin gat ekki gegnt vísindalegu
hlutverki sínu, og nú reið á að geim-
fararnir gætu gert við bilunina.
Geimstöðinni hafði verið skotið
á loft 14. maí 1973, að viðstöddum
þúsundum áhorfenda — hún var að
vísu ómönnuð, en álíka þung og
hið fræga skip Kólumbusar, Santa
María. Rúmri mínútu eftir geim-
skotið fór hitahlíf geimstöðvarinn-
ar að losna og rifnaði síðan af. Hluti
hlífarinnar festist við einn sólskerm
inn (sem átti að framleiða raf-
magn)), og gerði hann óvirkan.
Nokkru seinna rifnaði annar skerm
ur af og hvarf út í buskann.
Geimstöðin er nú varnarlaus gegn
brennandi sólargeislunum og auk
þess hefur orkuframleiðslan stór-
minnkað. William C. Schneider,
sem stjórnar Skylab-áætluninni,
hættir við undirbúning að geim-
skoti, sem á að fara fram daginn
eftir, en þá var ætlunin að senda
áhöfn geimstöðvarinnar á loft, þá
Charles Conrad stjórnanda, Joseph
Kerwin lækni og Paul Weitz flug-
mann. Stjórnstöðvar á jörðu niðri
hraða eftir megni undirbúningi við-
gerðarinnar. Það er smíðuð geysi-
stór, en fíngerð sólhlíf, sem feila
má saman, og einnig klippur til
þess að losa áldræsurnar af óvirka
sólskerminum.
Loks 25. maí troða þeir félagar
sér inn í geimfe'rjuna og Satúrnus-
eldflaug þýtur með þá á loft. Geim-
ferjan eltir geimstöðina og Conrad