Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 176
174
Ú.RVAL
mun styttast aftur, þegar geimferð-
inni er lokið.
Það er alltaf eitthvað að bila í
geimstöðinni: Öryggi í myndavél
springur, vatnsrör stíflast, sjónauk-
ar bila. Þegar slík bilun kemur
fyrir, fær stjórnstöðin málin til úr-
lausnar og hún sendir síðan geim-
förunum fyrirmæli um hvernig
unnið skuli að viðgerðinni.
Senn hefur þessi áhöfn lokið
ætlunarverki sínu. Önnur bíður
reiðubúin á skotpallinum á Cana-
veralhöfða. Geimfararnir koma
filmum, og blóð- og þvagsýnum
fyrir í geimferjunni. Þeir slökkva
ljósin og stöðva loftræstingakerf-
ið, alveg eins og þeir væru að yfir-
gefa sumarbústað, sem vinir ættu
að taka við, eins og Weitz komst
að orði. Þeir losa geimferjuna frá
og stefna til jarðar. Hinn 22. júní
lenda þeir á sjónum um 1500 km
frá San Diego. Allt hefur gengið
nákvæmlega samkvæmt áætlun.
Þeir hafa verið 28 daga á lofti,
tekið 25.600 myndir af sólinni og
7400 jarðmyndir. Þeir hafa aflað
ógrynni upplýsinga, sérstaklega
varðandi sólina.
Foringi næstu áhafnar er Alan I.
Bean, en Jack R. Lausma og Owen
Garriott eru flugmenn. Geimferjan
flytur, auk áhafnarinnar, tvö síli,
50 egg, sex mýs, 720 flugulirfur oa
tvær kóngulær, og er ætlunin að
rannsaka þróun þessara dýra í
þyngdarleysinu.
Geimferjunni er skotið á loft og
er brátt komin á braut umhverfis
jörðu. Áður en langt um líður er
áhöfnin komin heil á húfi í geim-
stöðina og er önnum kafin við að
kveikja á ljósum og setja loftræst-
ingakerfi í gang. En eftir nokkra
stund fara mennirnir að finna til
lasleika, sem hrjáð hefur fjölda
bandarískra geimfara, og þeim geng-
ur illa að flytja birgðir úr ferjunni
í stöðina. Það óhapp vill líka til,
að rafeindabúnaður, sem sér um að
eðlilegt ástand ríki í geymunum,
þar sem mýsnar og lirfurnar eru
hafðar, bilar með þeim afleiðing-
um, að báðar þessar tegundir deyja
og eru tilraunir með þær þar með
úr sögunni.
Þegar nýja áhöfnin hefur verið
5 daga á lofti, fer mönnunum að
batna og störf eru hafin af fullum
kraftk Um miðjan ágúst er svo
komið, að geimfararnir, sem í fyrstu
voru svifaseinir og á eftir áætlun,
eru farnir að reka á eftir stjórn-
stöðinni um verkefni. Læknar, sem
athuga heilsufar áhafnarinnar eftir
40 daga komast að þeirri niður-
stöðu, að líkamlegar breytingar hafi
stöðvast. Síðari áhöfnin notfærir sér
reynslu hinnar fyrstu — það er
nauðsynlegt að gera meiri líkams-
æfingar, helst klukkustund á dag.
En verði ekki vart frekari líkam-
legra breytinga, er óhætt að full-
yrða, að þessi áhöfn hefur sannað
getu manna til að hafast við í
geimnum í mjög langan tíma.
Eftir 59 daga veru í geimstöðinni,
sem er nýtt met, flytja geimfararn-
ir sig inn í ferjuna og búast til
brottfarar. Bean er við stjórn á
heimleiðinni. Geimferjan lendir
skammt frá San Diego 25. septem-
ber, örstutt frá áætluðum lending-
arstað.
Afrek geimfaranna fer iangt fram