Úrval - 01.11.1975, Page 8

Úrval - 01.11.1975, Page 8
6 L'fRVAL maður nokkur sagði mér, að hann hefði þjáðst af stöðugum höfuðverk meðan hann rak verslun ofanjarðar, en nú væri honum batnað og þakkaði hann það hinu góða lofti þarna niðri. Yukinori Ichihashi, borgarverkfræð- ingur, skýrði mér frá tildrögum þess- arar stórmerku mannvirkjagerðar. Ár- ið 1956 voru borgarbúar orðnir yfir átta milljónir og 250 þúsund bílar. Tó- kíó þurfti að færa út kvíarnar, en land- rými var af skornum skammti, fljót og haf kom í veg fyrir frekari útþenslu. Borgin var orðin ein þéttbýlasta í öll- um heimi og næstum milljón manns fluttist þangað á ári hverju. Að slepptri uppfyllingu í sjó var ekki annað til ráða en að grafa sig niður, og þá var rökrétt að byrja þar, sem þrengslin voru mest — kringum járnbrautar- stöðvarnar. Sá sem stjórnaði framkvæmdunum var Massao Yamada, einn frægasti skipuleggjandi borga í Japan, en þessi hægláti og rólegi maður hafði séð um byggingu loftvarnaskýla í Tókíó á styrjaldarárunum. í fyrstu hlutu áætl- anir hans ekki náð fyrir augum stjórn- valda, þar sem þær þóttu allt of kostn- aðarsamar og borginni ofviða, en þess- ar áætlanir gerðu ráð fyrir að byggt yrði bílastæði neðanjarðar og ein versl- unarmiðstöð. En eitthvað varð að gera. Yamada stakk þá upp á því að graf- ið yrði 100 fetum dýpra og komið upp stórum verslunarhverfum neðan- jarðar. Hann taldi að með þessu móti mundi borgin fá miklar leigutekjur. Pað tók Yamada fjóra mánuði að fá samþykki yfirvalda. Hann hafði áð- ur átt marga andstæðinga, en nú féll- ust flestir á skoðun hans. Pað tókst að ná samkomulagi um kaup á 364 af 366 húsum sem kaupa þyrfti til niður- rifs vegna framkvæmdanna við Shin- juku neðanjarðarhverfið. Þeir Yamada og Ichihashi áttu við óteljandi vandamál að glíma varðandi loftræstingu, lýsingu, eldvarnir, upp- hitun, vatnslagnir og jarðskjálfta- og flóðahættu. En erfiðasta vandamálið var loftræstingin, því að risastór reyk- háfur hefði látið torgið líta út eins og verksmiðjuhverfi. En Yamada tókst að finna snilldarlega lausn á vandamál- inu. Hann gerði ráð fyrir sporöskju- löguðu opi á torginu, um 60 metra á lengd og 50 á breidd. Loft er sogað inn um þetta op og blásið undir hring- vegi, sem liggja skáhallt niður með innanverðum veggjunum og eru not- aðir sem bílabrautir frá yfirborðinu til neðanjarðarhverfisins. Þetta mikla verkfræðilega afrek Tó- kíóborgar, sem hefur vakið verðskuld- aða athygli og aðdáun víða um heim, var einungis framkvæmanlegt vegna neðanjarðarbrautarkerfisins, sem er eitt stærsta í heimi, yfir 160 kílómetrar á lengd. Þar sem járnbrautir tengja sam- an öll sex neðanjarðarsvæðin, getur maður verslað í þeim öllum án þess að koma upp á yfirborðið. Furðuheimurinn undir strætum Tó- kíó er alls ekki það eina sem vekur athygli ferðamannsins. Það, sem hann rekur fyrst augun i þegar hann kem- ur til borgarinnar, eru hinar mildu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.