Úrval - 01.11.1975, Side 109
107
H.C. ANDERSEN: RAUÐU SKÓRNIR
Ég get ekki komið inn, því ég er að
dansa.“
Og böðullinn sagði: ,,Pú veist víst
ekki, hver ég er. Ég hegg höfuð af
vondum mönnum, og nú verð ég var
við að syngur í öxi minni.“
„Höggðu ekki af mér höfuðið,"
mælti Katrín, „því ef þú gerir það,
þá get ég ekki iðrast synda minna, en
höggðu af mér fæturna með rauðu
skónum.“
Síðan játaði hún allt, sem hún hafði
af sér brotið, og böðullinn hjó af
henni fæturna með rauðu skónum, en
skórnir dönsuðu jafnt sem áður með
litlu fæturna eftir vellinum og langt
inn í skóg.
Og böðullinn telgdi handa henni
tréfætur og hækjur og kenndi henni
sálm, er syndugir allajafna syngja, og
hún kyssti á höndina, sem höggvið
hafði af henni fæturna með öxinni,
og hélt síðan út á móana.
„Nú hef ég þolað nóg fyrir rauðu
skóna,“ sagði hún, „nú vil ég fara í
kirkju, svo menn geti séð mig,“ og
þar með hvataði hún göngunni beina
leið að kirkjudyrunum, en þegar þar
var komið, þá dönsuðu rauðu skórnir
á undan henni, svo að hún varð hrædd
og sneri aftur.
Alla liðlanga vikuna var hún sár-
hrygg og sígrátandi, en þegar kominn
var sunnudagur, sagði hún: „Hana!
nú er ég búin að þola og þjást nógu
lengi. Ekki skal ég öðru trúa en að
ép sé eins góð og margir hverjir, sem
sitia snerrtir þarna inni í kirkjunni.“
Lagði hún svo ókvíðin af stað, en
komst ekki lengra en að sáluhliðinu.
Pá sá hún rauðu skóna dansa á und-
an sér og sneri aftur óttaslegin og
iðraðist synda sinna af öllu hjarta.
Nú fór hún á prestsetrið og beidd-
ist þar vistar, sagðist skyldu verða
iðin og vinna öll verk, sem hún gæti.
Hún væri ekki að hugsa um kaupið,
heldur aðeins um það, að geta fengið
húsaskjól og mega vera hiá góðu fólki.
Og prestkonan kenndi í brjósti um
hana og vistaði hana. Og Katrín var
iðjusöm og hugsandi. Hún sat kyrr-
lát og eftirtektarsöm, þegar prestur-
inn las hátt í biblíunni. öllum börn-
unum þótti einstaklega vænt um hana,
en þegar þau töluðu um prjál og
prýði og um það að vera fríð eins og
drottning, þá hristi hún höfuðið.
Næsta sunnudag fóru allir til kirkju
og var hún þá spurð, hvort hún ætl-
aði ekki líka, en hún leit sorgbitin og
með tárin í augunum á hækjur sínar.
Fór svo hitt fólkið að heyra guðs orð,
en hún fór alein inn í kytru sína, sem
var ekki stærri en svo, að þar komst
fyrir rúmið hennar og einn stóll. Par
settist hún niður með sálmabókina
sína og fór að Iesa í henni með guð-
ræknu hjarta, og meðan hún Ias, har
vindurinn orgelhljóminn frá kirkjunni
vfir til hennar, og hóf hún þá upp and-
litið grátandi og sagði: „Guð minn
góður hjálpi mér!“
Pá skein sólin svo skært, og frammi
fvrir henni stóð engiH drottins í hvít-
um klæðum, sá hinn sami, sem hún
hafði séð um nóttina fvrrum í kirkiu-
garðinum, en nú hélt hann ekki, eins