Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 115

Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 115
KVIKASILFURSHARMSAGAN í ÍRAK hefur varla nokkurt þorp sloppið. Heilar fjölskyldur hafa þurrkast út. Seinni hluta dags, stansaði ég á kross- götum til að horfa á barnahóp, sex til tólf ára, sem var að burðast við að leika fótbolta. Pað var óhugnanleg sjón. Pau skjögruðu um eins og þau væru drukkin. Önnur börn horfðu á sljóum augum, eða engdust í krampa- flogum. SÁÐKORN DAUÐANS. Segja má að það sé kaldhæðni örlaganna, að Ir- ak, þar sem steinaldarfólkið komst fyrst upp á að rækta jörðina, skuli eins og stendur vera ein af ófrjósöm- ustu svæðum veraldar. Landið er herj- að af þurrkum og bæði 1969 og 1970 brást uppskeran svo, að stór skortur var á korni, bæði til sáningar og mann- eldis handa hinum 10 miiljónum íbúa íraks. Hinn harðvítugi Baathflokkur stjórnar írak. Hann hrifsaði völdin 1968 og ákvað að bændurnir skyldu fá besta sáðkorn, sem fáanlegt væri fyrir peninga. Og ekkert var betra en undrahveitið mexipak. Petta rokdýra, en með afbrigðum stórgjöfula hveiti- afbrigði, hefur leikið aðalhlutverldð í grænu byltingunni, sem ameríski nó- belsverðlaunahafinn, Norman Borlaug kom fram með, sem árangur af til- raunastarfsemi við hveitikynbótastöð Rockefellerstofnunarinnar í Mexikó. Pað hefur gefið frábæran árangur víðs vegar um heim og 30—40.000 tonn. hefði verið meira en nóg handa frak. En stjórnina dreymdi um metuppskeru 113 og pantaði 73.000 tonn. Pað var mesta sáðhveitispöntun sögunnar. Samkvæmt beiðni frá írak, var hveitið úðað með metyl-kvikasilfri. Þetta efni veitir örugga vernd gegn sveppamorinu — kornsniglunum — en notkun þess er bönnuð í mörgum löndum, af því að eitrið kemst fyrr eða seinna úr jarðveginum út í vatns- æðarnar og að lokum í ár, stöðuvötn og haf. Þannig getur það orðið hættu- legt fólki og öllu dýralífi. En í þró- unarlöndum verður að útrýma snigl- unum eða deyja úr hungri og þess vegna heldur írak áfram að úða sáð- hveiti með kvikasilfri, þrátt fyrir hörmulega reynslu. Árið 1965 fengu mörg hundruð bændur eitrun af lituðu sáðkorni og 1960 nokkur þúsund. Að minnsta kosti 100 dóu af völdum þess. Pegar Trade Carrier lcorn með fyrsta farminn urðu alvarleg mistök við út- hlutun kornsins. Stjórnvöld höfðu pantað miklu meira en þörf var fyrir, og nú vildi hún gera sig vinsæla með- al bændanna, með því að láta þá fá afgangskornið ókeypis. Þeir áttu að- eins að skila stjórninni sama magni og þeir fengu af uppskeru næsta árs. Hin stóraukna uppskera, sem hlaut að fylgja ókeypis sáðkorninu var ógnun við hveitiverðið, svo að bændurnir flýttu sér sem mest þeir máttu að koma sínu eigin hveiti á markaðinn. Menn seldu allt, sem þeir gátu við sig losað, einnig vegna þess, að þeir sem voru með tómar kornhlöður gátu fengið svo miklu meira af innflutta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.