Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 5
Dðmstólar og rjettarfar.
5
og búið er að innfæra hann, og getur þá hinn mætti
krafist að það verði leiðrjett, sem rangt kann að vera.
f>að er nauðsynlegt, að menn hafi góðar gætur á, hvað
bókað er og hvernig, og það eigi einungis vitnin, sem ef
til vill eiga eptir á að vinna eið að framburði sínum,
heldur er það einnig og ekki síður nauðsynlegt fyrir liinn
grunaða, því á bókuninni veltur, eða getur oltið sýkna
hans eða sakfelling. f>etta er ekki svo að skilja, að
hætt sje við, að dómarar af ásettu ráði bóki rangt, hin-
um grunaða til áfellis, en með þeirri meðferð í sakamál-
um, sem hjer er lögboðin, rannsóknar-meðferðinni,
er það mikil freisting fyrir dómarana, að gjöra allt, sem
þeir geta, til þess að fá j á t n i n g u hins grunaða, og þá
að þeir misskilji framburð hans, einkum ef þeir eru
sannfærðir um, að hinn grunaði sje sekur, og bóki því
lieldur það, sem honum er til áfellis, en hitt, sem er
honum til málsbóta, en það er skylda þeirra að upplýsa
ekki einungis það, sem er til skaða fyrir hinn grunaða,
heldur og hið gagnstæða. Með þeirri meðferð sakamála,
sem tíðkast víðast annarsstaðar í hinum menntaða heimi,
á kæru-meðferðinni, stendur dómarinn alveg óháður gagn-
vart sakborning, og getur því ekki orðið hlutdrægur með
eða mót.
Vitnin eru yfirheyrð sitt í hvoru lagi, og hinn grun-
aði eða ákærði á þess engan kost að vera viðstaddur, því
annars gæti hann vitað, hvaða uppiýsingar dómarinn hefði
fengið, og hagað framburði sínum eptir því; verðiágrein-
ingur um viss atriði, annaðhvort milli vitnanna innbyrð-
is, eða milli vitna og hins ákærða, þá lætur dómarinn þá
alla koma fyrir rjettinn í einu, og lætur þá bera sig sam-
an um þessi atriði, og reynir þannig til að komast fjrrir