Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 22
Lárus H. Bjarnason.
m
að hún hafi verið 20 ára gömul. Og þótt einhver dómur
kynni að hafa metið Kristjáns V. lög, hin dönsku: 5. bók
14. kap , 4. gr. eða hin norsku: 5. bók, 13. kap., 2. gr.
meira en Jónsbók, skiptir það eigi máli. þ>au hafa aldrei
verið lögleidd hjer á landi í þessu efni, og dómendur hafa
enda verið varaðir við að fara eptir þeim, sem aimennum
gildandi lögum, sbr. einkum konungsbrjef 2. maí 1732
og 19. febrúar 1734.
Greinin er þannig góð og gild enn; eða rjettara sagt
endirinn: »i salti liggr sok ef sækendr duga.« Fyrripart-
urinn: »þa fyrniz su skulld fyrir vattum« lýtur að sönn-
unaraðferðinni1) og er, þótt aldrei hati hann beinlínis ó-
nýttur verið, genginn úr gildi. Hann er ósamrýmanlegur
þeim rjettarfarsreglum, sem nýnefnd konungsbrjef og til-
skipanirnar frá 3. júní 1796 og 15. ágúst 1832 hafa lög-
gilt hjá oss, og því úr gildi.
En hvað liggur nú í þessum orðum: »í salti liggr sok
ef sækendr duga?« Slitin út úr sambandinu gætu þessi
orð táknað, að engin sök — ekkert mál — af hvaða rót,
sem runnin væri, fyrndist. En svo er ekki. Jónsbók á-
skilur á fjölda mörgum stöðum, að menn verði að ganga
eptir rjetti sínum innan ákveðins tíma. Yilji maður leysa
eign sína úr þegngildi, verður hann eptir 1. kap. í mann-
helgisbálki, að gjöra það innan 10 vetra. Fjærverandi
erfingi verður að ganga eptir arfi sínum innan 10 vetra,
sbr. 17. og 18. kap. í erfðabálki. Ungur maður brigði
land sitt innan 10 vetra, eptir að hann tók við fjárvarð-
veislu sinni, sbr. 1. kap. í landsbrigðabálki. Eigandi lög-
1) Járnsíða, Havniæ. 1847, 6. kap. í kaupabálki: quo ad testes.
N. g. L. Y., bls. 694.