Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 29
i'yming skulda.
29
enda skilyrðin fyrir hvoru um sig önnur og afleiðingarn-
ar sundurleitar. Hefðin skapar nýjan sjálfstæðan rjett um
leið og hún deyðir hinn eldra, en fyrningin deyðir eldra
rjettinn, án þess að skapa nýjan sjálfstæðan rjett. Hefðin
áskilur verknað (possessio) af hendi þess, er rjettinn á að
öðlast, en fyrningin byggist að eins á aðgjörðaleysi þess,
er rjettinn missir. Hefðinni fylgir bæði »actio« og »ex-
ceptio«, en fymingunni að eins »exceptio«. Hefðin er
»activ«, en fyrningin »passiv«, enda kölluðu Rómverjar
hefðina usucapio, en fyrninguna præscriptio (exstinctiva).
Utbúningurinn á frumvarpi stjórnarinnar spillti og
mjög fyrir gangi þess. Stjórn’in samdi eigi sjálfstætt frum-
varp um málið, vildi að eins lögleiða ákvæði dönsku laga
um hefð og fyrningu, og hafði eigi einu sinni fyrir því
að taka 5, 5. 3. og 5, 14. 4. upp í frumvarpið. J>ar var
að eins vísað til þessara greina.
Svo er 5, 14. 4. engan veginn gallalaus gripur. Kröf-
ur eiga að fyrnast innan hæfilegs tíma, af því að við-
skiptalífið heimtar, að kröfueigandi geti eigi um óákveð-
inn tíma haldið d ó m t æ k r i kröfu yfir höfði skuldu-
nauts eins og Damoklesarsverði. Skuldunautur hefur á-
stæðu til þess að ætla, að skuld sú, er eigi hefur sýnt
neitt lífsmark með sjer um langan tíma, sje annaðhvort
gengin úr gildi eða muni eigi verða krafin af sjer. En þar
sem fyrning skulda eigi þekkist, má skuldugur maður ná-
lega hvergi um frjálst höfuð strjúka. Hann má allt af
búast við því, að einhver lánardrottna sinna ráði á
sig, og af því leiðir aptur að skuldunautur veit eigi, hvað
hann má ráðast í, nje heldur vita aðrir, fyrir hverju hon-
um er trúandi. Kröfueigandi getur hins vegar eigi kvart-
að undan, að sjer sje gjörður órjettur með fyrningunni, svo