Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 44
44
Páll Briem.
fölkið og vildi reyna að hefja það á hærra stig með því,
að bæta menntun þess; hann ritaði um það efni nokkrar
bækur og stofnaði skóla í þýskalandi.
Skóli sá, sem Basedow stofnaði, var fyrir heldri manna
hörn, en skóli Rochows var fyrir börn alþýðumanna. í
skóla Basedows bar töluvert á skynsemistrúnni, en í skóla
Kochows har minna á henni.
f>etta hefur verið nefnt hjer af því, að andlegt sam-
band milli Danmerkur og f>ýskalands var þá meira, en það
hefur verið nokkurn tíma fyr eða síðar. Danir fengu um
þessar mundir skoðanir sínar í skólamálum þaðan; þeir
fengu jafnvel ýmsa af kennurum sínum beint frá |>ýska-
landi, og skóli Rochows var tekinn beint til fyrirmyndar
í Danmörku.
f>ess hefur áður verið getið, að lög Kristjáns sjötta
um barnakennslu hafi ekki komið að tilætluðum notum.
f>að kom þar fram eins og optar, að það er hægra að
kenna heilræðin, en að halda þau, og að það er hægra að
setja lög, en að fá lögin framkvæmd. Lögum Ivristjáns
sjötta var ekki hlýtt.
f>egar uppfræðslumennirnir koma til sögunnar í Dan-
mörku, var menntunarástand barna og unglinga mjög
slæmt. Skólar voru of fáir. í kaupstöðunum var engin
skólaskylda, og því sóttu börnin þar iila skóla. Utan
kaupstaðanna var skólaskylda, en þar var henni ekki full-
nægt. Prestar og jarðeignamenn liöfðu sumstaðar góða
umsjón, og þar var menntunarástandið, nokkurn veginn
eins og til var ætlast í lögunum, en að jafnaði var um-
sjón þeirra mjög lítil. Kennararnir fengu mjög lág laun;
kennaraskóli var enginn til í ríkinu, og því voru barna-
kennararnir allopt ómenntaðir menn eða þá menn, sem