Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 164
Páll Briem.
1G4
á mann. ') í hinum kaupstöðunum mun ástanrlið veva
líkt. Astandið er verra, en það var fyrir hálfri öld í kaup-
stöðunum í Danmörku. Að því er snertir fjárframlögur,
þá stendur höfuðstaðurinn langt á baki öllum bæjum í
Danmörku jafnvel hinum allra fátækustu og fámennustu,
Eins og síðar mun verða sýnt fram á, getur heimil-
isfræðsla í líeykjavík að eins átt sjer stað af skornum
skammti, og því er auðsætt, að þar vex upp hinn ómennt-
aðasti æskulýður; er þetta eigi að eins ósæmilegt fvrir
landið, heldur er það beinlínis ískyggilegt, því að höfuð-
staðurinn hlýtur að vera leiðandi í mörgum greinum, og
ef bæjarbúar eru ómenntaðir, þá geta menn komist á hina
verstu glapstigu.
Ástandið á Akureyri þekki jeg vel, af þvi að jeg hef
verið þar í skólanefnd í 3' ár. Get jeg borið það, að
fræðsla fjölda barna er þar mjög bágborin. f>að er sjer-
staklega alveg ómögulegt að fá marga foreldra til þess, að
láta börn sín ganga í barnaskólann, af því að engin skóla-
skylda er þar. Heimilisfræðsla er þar ekki og getur ekki
verið þar, fremur en í öðrum kaupstöðum. Ýmsir foreldr-
ar liugsa að eins um, að fá börn sín fermd, en þegar barn-
ið lærir svo lítið, sem framast má verða, þá er afleiðingin
sú, að ýmsir 'unglingar mega heita ólæsir og óskrifandi
tveimur til þremur árum eptir ferminguna.
1 kaupstöðum er enginn styrkur veittur úr landssjóði
til barnaskóla, en annars staðar fá barnaskólar ofurlítinn
um 1 kr. á mann eða meira en helmingi minna en í fátæk-
ustu bæjunum í Danmörku.
]) Árið 1900 var kostnaður við barnaskólann á Akureyri kr.
1974.80, en skólagjöld kr. 504.00; er því lagt til skólans af
almannafje kr. 1470.80 eða um 1 kr. 50 au. á maun.