Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 161
Menntun barna og unglinga.
161
í Danmörku var heimilisfræðslan á íslandi lofuð af
mönnum, sem höfðu litla þekkingu á lienni, og var jafn-
vel um miðja öldina bent á hana sem fyrirmynd.1) fetta
varð til þess, að svæfa og blinda íslenska námsmenn í
Kaupmannahöfn, og því er nú komið, sem komiö er. j>eg-
ar menntamennirnir og leiðtogarnir verða blindir, þá er
ekki góðs að vænta af óbreyttum liðsmönnum.
Heimilisfræðsla barna hefur hvergi orðið meiri en hjer
á landi, en hún hefur ekki náð yfir meira en kristindóms-
fræðslu og lestur. Og hvernig var svo þessi fræðsla? pað
er tómur hugarburður að ætla, að hún hafi farið fram við
»móðurknjen«.
Á betri bæjunum var það venjulega annaðhvort ein-
hver vinnukonan, sem kenndi börnum að lesa, eða eitt-
livert af eldri börnunum, sem var búið að iæra lestur, var
sett til að kenna yngri systkinum sínum. Kristin fræði
voru jafnaðariega kennd þannig, að barninu var hlýtt yfir
»kverið«; kennsian var einatt eigi fólgin í öðru, en að
hlýða barninu yfir. Ef það kunni kverið utanbókar, þá
þótti það ágætt. »Kennarinn« sat opt við vinnu sína, á
meðan barnið var að þylja utanbókar.
pessvegna er það alveg rjett, sem einn af próföstum
þessa lands, sem verið hefur prestur bæði á Norður- og
Austurlandi, sagði á alþingi 1897:
»Hingað til mun kristindómsfræðsla heimilanna eink-
um hafa verið í því fólgin, að börnin hafi að eins verið
látin læra kverið utan að, en eigi hugsað um, að þau
skildu eða tileinkuðu sjer það, sem þau lærðu, og iestr-
1) Joakim Larsen, Bidrag til den danskc Folkeskoles Historie
1818—1898. Kh. 1899. bls. 129.
Lögfræðingur. V. 1901.
11