Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 83
Menntun barna og ungliuga.
83
kristnum fræðum, og loks er það talið æskilegt, að nem-
endurnir sjeu náttúraðir fyrir söng.
Samkvæmt reglugjörð skólans átti að veita nemend-
um nokkuð yíirgripsmikla fræðslu í kristnum fræðum, í
dönsku, sögu, landafræði, reikningi, skript, söng, leikfimi
og kennslu- og uppeldisfræði. í dönsku áttu nemendur
eigi að eins að læra að lesa og skilja málið, heldur og að
geta samið ritgjörðir á dönsku. 1 kennslu- og uppeldis-
fræði áttu nemendur eigi að eins að fá bóklega fræðslu,
heldur átti og að kenna þeim að spyrja börn og fræða
þau í barnaskólanum í |>órshöfn, og sjerstaklega átti að
sýna kennaraefnunum, hversu dauður utanaðlærdómur væri
óhæfilegur einkum í kristnum fræðum.
Síðan reglugjörðin var sett, hefur verið bætt við
kennslu í náttúrusögu, ensku, talnafræði og fíólínspili.
Skólastjórnin á að vera við burtfararpróf kennaraefn-
anna, og auk þess getur hún sett prófdómara, ef henni
þykir þörf á því.
Kennaraskólinn hefur ekkert sjerstakt hús, heldur er
kennt í gagnfræðaskólanum eða barnaskólanum í J>órshöfn.
Kennaraskólinn hefur heldur eigi sjerstaka kennara. For-
stöðumaður gagnfræðaskólans hefur einnig á hendi forstöðu
kennaraskólans, og hefur hann á hendi kennsluna ásamt
tveimur kennurum við gagnfræðaskólann og einum til
tveimur kennurum við barnaskólann í pórshöfn. J>eir
kenna allir sem tímakennarar, og er borgunin 75 aurar
fyrir eina kennslustund.
Öll útgjöld við kennaraskólann eru greidd úr ríkis-
sjóði. Nemendur fá kauplausa kennslu. f>eir, sem ekki
eiga heima í pórshöfn, fá 100 kr. námsstyrk á ári.
Eins og áður er sagt, er barnakennsla í skólum nú
6*