Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 54
54
Páll Briem.
kannsellíið hjelt því fast fram, að það yrði að lialda uppi
lögunum, og að það væri ófært að sleppa skólahaldi á
sumrin, sem væri besti tíminn fyrir yngri börnin til að
sækja skóla.
Lögin voru eigi numin úr gildi, en þeim var víða
ekki hlýtt. Reglugjörðin í Kaupmannahöfn var hjer um
bil alveg dauður bókstafur. í kaupstöðunum voru ekki
settir gagnfræðaskólar, og skólaskyldan var vanrækt meira
og minna um !and allt, án þess að menn sættu ábyrgð
fyrir það. Laun kennara voru ,sett niður.
Biskuparnir gátu ekki haft eptirlit með framkvæmd
laganna, bæði af því að þeir höfðu svo mörg önnur em-
bættisstörf, og af því að þeir gátu ekki vísiterað skólana,
nema á mjög margra ára fresti. par, seir. voru ötulir
prestar, var lögunum nokkurn veginn iilýtt, en almenn-
ingur sýndi þeim óvild; afleiðingin var svo, að margir
prestar Ijetu skólana allopt eiga sig.
Lögin komu því ekki að tilætluðum notum. En samt
sem áður var þó mikið unnið. |>ó að lögunum væri af-
arilla lilýtt, þá voru þau samt framkvæmd sumstaðar, og
þegar þjóðin fór að vakna af menntunarleysissvefni sín-
um, þá voru lögin með sínar kröfur fyrir hendi. Auk
þess var kennarafræðslan komin á, og var það mikið happ
fyrir þjóðina, að hún byrjaði þegar um 1790. Danir voru
á undan flestum öðrum þjóðum í menntamálum um 1814.
j>að, sem vantaði, var kærleikinn til menntunarinnar og
siðferðislegur þróttur hjá þjóðinni til þess að leggja á sig
byrðar vegna menntunarinnar.
Sá maður, sem mest hefur vakið hina dönsku þjóð í
þessu efni, var N. F. S. Grundtvig. Eptir 1814 var Dan-
mörk nauðuglega stödd, og þá kom honum til hugar, að