Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 151
Menntun barna og unglinga.
151
una af nýju, og skyldi hún seld fyrir vægt verð; svo voru
og gerðar ráðstafanir til þess, að bækur, er prentaðar yrðu
á Hólum samkvæmt einkaleyfi biskupa, yrðu seldar vægu
verði, og átti að prenta verðið á bókunum til þess að al-
þýða manna yrði eigi fjeliett (51. og 54. gr.)
Ludvig Harboe var liöfundur þessara iagaboða. Að
vísu hefur þeim aldrei verið fullnægt að öllu leyti, eins og
Harboe ætlaðist til, en samt sem áður höfðu þau hin bestu
ábrif á menntun landsmanna.
Bjarni Jónsson barnakennari hefur rannsakað iestrar-
kunnáttu manna i hinu forna Hvalsnesprestakalli (Ivirkju-
vogs, Hvalsnes og Njarðvíkursóknum) árin 1779 og 1791.
Arið 1779 voru í prestakalli þessu 520 menn og af
þeim 273 menn lesandi eða 52 af hundraði. J>á var þar
enginn maður fermdur eldri en 40 ára, og örfáir iesandi
af þeim. f>á voru af þeim, sem voru yfir fimmtugt, að
eins ein hjón lesandi í Kirkjuvogssókn, og í Hvalsnessókn,
sem var iangfjölmennasta sóknin (með 339 mönnum), var
að eins einn maður eidri en fimmtugur lesandi. Arið
1791 voru í áðurnefndum sóknum 361 maður og af þeim
271 maður iesandi eða 75 af hundraði.1)
í>etta sýnir, að um miðja 18. öld hefur lestrarkunn-
átta verið mjög iítil í þessu prestakalli, en undir aida-
mótin hefur hún verið aimenn. J>að má ætla, að ann-
arsstaðar hafi ástandið verið nokkuð líkt, og ber þetta því
vott um, hversu pietistahreifingin hefur haft mikla þýð-
ingu fyrir menntun þjóðarinnar. f>að hefur stundum verið
gjört lítið úr tilskipunum frá þessum tíma, en sannleik-
urinn er sá, að það hafa fá lög verið áhrifameiri, en til-
1) Kennarablaðið. 1. ár. 1889—1900. bls. 174.