Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 136
Páll Briem
136
bænarskrár til þingsins svo tugum þúsunda skipti með
3—4 milj. manna undirskriptum. Lagafrumvarpið varð
því að falla, og voru nú andstæðingar lögskipaðrar al-
menningsmenntunar orðnir harla margir.
Stjórnin varð því að fara inn á einkennilega braut;
liún gat fengið fje til skóla þeirra, er ríkiskirkjumenn og
fríkirkjumenn bjeldu uppi með gjöfum og samskotum, en
hún gat eigi haft fullnægjandi umsjón með skölunum.
pess vegna varð hún að nota fjártillagið til þess að koma
alþvðumenntuniuni á hærra stig. Hún byrjaði því að setja
ýms skilyrði fyrir fjárveitingu til hinna einstöku skóla.
Borð og bekkir, áhöld og kennslugögn (bækur, landa-
brjef o. fl.) voru mjög ljeleg í skólunum, og því fór stjórn-
in að veita sjerstaklega fje til þessa.
Kennslan í skólunum var svo ill, að helmingur barnanna
lærði eigi einu sinni að lesa, svo að mynd væri á. f>að
sýndi sig, að börn gátu ekki kennt börnum, og var þá sett
skilyrði, að. engin börn kenndu í skólunum, sem væru yngri
en 13 ára (1846).
Svo var smásaman farið að veita fjeð eptir barna-
fjölda, eptir námsgreinum og mörgu fleiru. Fjártillag rík-
isins fór jafnt og þjett hækkandi. Árið 1860 var tillagið
til barnamenntunarinnar á Englandi og Skotlandi orðið
um 14 /2 milj. kr., og þótti það ærið fje. Um þessar
mundir var sett nefnd manna til þess að rannsaka skóla-
kennsluna, og kom þá í Ijós, að kennslan var á lágu stigi.
Var þá tekið það ráð, að veita fje til skólanna »eptir
framkvæmdum«, og setti stjórnin reglugjörð um þetta.
Mönnum þótti reglugjörðin of ströng, og því voru kröf-
urnar færðar svo niður, að mikill hluti fjárveitingarinnar
var bundinn við kunnáttu barna í lestri, skript og reikningi.