Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 19
Dómstólar og rjettarfar.
19
eigi á kyrsetningunni. Yerkanir hennar eru því að eins
fólgnar í því, að sá, sem löghaldið er gjört hjá, má ekki
að viðlagðri hegningu á nokkurn hátt afhenda munina, svo
að þeir að þessu leyti eru tryggðir skuldheimtumanni, þang-
að til hann er búinn að fá dóm og aðför. Aptur á móti
geta aðrir skuldheimtumenn mannsins. sem liafa aðfarar-
heimild, gjört fjárnám í þessum munum, og látið selja þá
til lúkningar skuld sinni; með öðrum orðum, löghaldið
veitir einungis tryggingu gegn afhendingum og öðrum ráð-
stöfunum af hendi skuldunauts, en ekki frekari.
Ef einhver óttast það, að annar maður muni ætla
að framkvæma eitthvað sjer til skaða annaðhvort í
orði eða verki, þá getur hann fengið fógeta til þess, að
leggja lögbann gegn þessu, og verður þá gjörðar-
beiðandi að setja næga tryggingu fyrir öllum afleiðingum
á sama hátt og við löghald. Sje lögbanninu eigi hlýtt,
heldur verkinu haldið áfram, sem bannað er, þá má fá
aðstoð lögregluvaldsins til þess að hindra framkvæmd þess,
og auk þess varðar það sektum fyrir þann, sem óhlýðnast.
í>að gildir sameiginlega um löghald og lögbann, að
jafnskjótt sem þau eru framkvæmd, er gjörðarbeiðandi
skyldur til að höfða mál, til þess að rjettlæta þessar
gjörðir, og er það mál rekið á reglulegan hátt, að undan-
genginni kæru til sáttanefndar, nema heimild sje fyrir
annari málsmeðferð; sje slíkt mál eigi þegar höfðað,
fellur gjörðin niður sem ógild. Felli dómur gjörðina
úr gildi sem ólögmæta, er gjörðarbeiðandi jafnframt
ávallt skyldaður til að greiða mótparti sínum skaðabætur,
sem dómarinn ákveður nánara um, og eru þær skaðabæt-
ur teknar af þeirri tryggingu, sem upphaflega var sett.
Að endingu skal það tekið fram, að það er algengt