Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 77
Menntun barna og unglinga.
77
þjóðin færavi um, að standa öðrum þjóðum á sporði og
lialda iilut sínum á hinum friðsamlega glímuvelli þjóð-
anna.
III. FÆREYJAR.
Vjer höfum um stund athugað fræðslu barna og ung-
linga í Danmörku, og mátti þá finna nokkuð þungan
straum siðmenningarinnar. fegar vjer nú hverfum til
Færeyja, þá getum vjer ekki búist við að þessi straumur
sje mjög þungur, því að Færeyjar eru iangt út í regin-
liafi, og standa Færeyingar jafnvel að sumu leyti ver að
vígi, en vjer íslendingar.
Færeyjar eru um 24 ferhyrningsmílur. og eru þær
taldar 24 að töln, en 17 eru byggðar. Færeyingar voru
liðugar 5000 í byrjun aldarinnar, en nú eru þeir um
14,500. Færeyjar eru mjög sæbrattar og votviðrasamar.
Færeyingar eru sjómenn miklir. Arið 1898 voru sjáfar-
vörur fluttar út fyrir liðlega eina milj. króna, en landbún-
aðarvörur fyrir 90 þús. kr. Sama árið voru hross í Fær-
eyjum 706, nautgripir 4516, svín 3 og sauðkindur 106,465
að tölu.
Straumar eru miklir milli eyjanna og samgöngur erf-
iðar. Færeyingar tala færeysku, og tala hana engir menn
aðrir. Færeyingar eru svo fámennir, að þeir geta ekki
haft bókmenntir á móðurmáli sínu. J>eir þurfa að læra
útlent tungumál til þess að læra barnalærdóm sinn, til
þess að geta skilið prestinn á stólnum og til þess að geta
lesið blað sitt, »Dimmalætting«. þ>að eru því ekki litlar
kröfur, sem verður að gjöra til barnauppfræðslu á Færeyj-
um, og skulum vjer nú athuga skólamál Færeyinga um
stund.