Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 51
Menntun barna og unglinga.
51
sem opt gefur meiri ávöxt, en bóknámið eitt veitir, ogkom
það af því, að kennsla þeirra var eigi borin uppi af þeirri
hjartagæsku, sem sanntrúuðum mönnum er opt eiginleg.
Breytingin á hugum manna kom fyrst fram, að því
er snerti kennaraskólana. Prestar vildu fá öðru vísi kenn-
ara en þá, sem komu frá kennaraskólunum. Afleiðingin
var sú, að þeir stofnuðu í byrjun aldarinnar fjölda marga
kennaraskóla hjá sjer víðs vegar um alla Danmörku. Ýms-
ir þeirra kenndu við skólana, svo að árum skipti, fyrir alls
ekkert, og margir styrktu þá á annan hátt. Ýmsir prest-
ar veittu barnakennurum, sem litla fræðslu höfðu fengið,
kauplausa kennslu.
Breytingin á hugum manna kom einnig fram í því,
að trú manna á siðgæðisafli uppfræðslunnar fór þverrandi,
og við það minnkaði áhugi manna á menntamálum. Um
þessar mundir var uppi í Svisslandi uppeldisfræðingurinn
Pestalozzi (1746—1827). Pestalozzi hjelt því fram, að
tómur lærdómur væri ekkert aðalatriði í uppeldi barna,
lieldur ætti að veita öllum hæfileikum og gáfum þeirra
sem mestan þroska. Hann sagði, að það ætti að ala
barnið upp til þess, að hjálpa sjer sjálft. Pestalozzi stofn-
aði skóla í Svisslandi, sem mikið orð fór af. Danir sendu
menn til Pestalozzis til að læra hjá honum; þegar sendi-
menn komu heim, var stofnaður tilraunaskóli í Kaupmanna-
höfn 1804. En nú vildi svo slysalega til, að kennarinn var
eigi vaxinn starfa sínum. Tilraunin var til ills eins, og
var skólinn lagður niður eptir fjögur ár. Menn fengu ó-
trú á kenningum Pestalozzis, en þær urðu samt til þess,
að veikja trú manna á kenningum uppfræðslumannanna.
Eptir aldamótin var ófriður mikill í Norðurálfunni.
Danir misstu Norveg, danska ríkið varð gjaldþrota og fátækt