Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 11
Dómstólar og rjettarfar.
11
til hæstarjettar, svo sem ef dómur hljóðar upp á dauða-
refsingu eða æfilangt fangelsi.
Meðferð sakamála fyrir landsyfirrjetti er þannig,
að háyfirdómarinn skipar sækjanda (actor), og verjanda
(defensor) í málinu; sækjandi stefnir verjanda, til þess að
mæta með kveldfresti, á stefnudegi leggur hann/ fram sókn
í málinu ásamt öllum skjölum þess, verjandi fær þá frest,
og fiytur hann að honum afloknum vörn í málinu. Sækj-
andi getur þó aptur fengið frest í málinu til að svara ýt-
arlegar, og verjandi svo aptur, en slíkt á sjer einungis
stað í stærri málum, í smámálum láta þeir sjer nægja eina
sókn og vörn. Ef yfirdómi þykir málið eigi nógsamlega
upplýst, þá skipar hann með úrskurði hjeraðsdómaranum
að útvega hinar vantandi upplýsingar, þó er landsyfirrjett-
inum einnig heimilt að yfirheyra liinn ákærða, ef hann er
þar í grennd, sem yfirrjetturinn er haldinn.
í hæstarjetti er sömuleiðis skipaður sækjandi og verj-
andi, en þeir hafa hvor um sig heimild til að snúa sjer
beint til hjeraðsdómarans og heimta nýjar upplýsingar í
málinu hjá honum.
3. Opinber lögreglumál. Eeglulegri sakamáls-
meðferð sæta venjulega einungis þau lagabrot, sem falla
undir hin almennu hegningarlög eða eiginlegir glæpir, en
það eru margar aðrar hegningarverðar yfirsjónir, sem hið
opinbera getur ekki látið óhegndar, en flestar þeirra eru
smávægilegar, svo að það mundi kosta of mikla fyrirhöfn
að beita sakamálsmeðferð við þær. Við mál þessi, hin svo
nefndu opinberu eða almennu lögreglumál, er því beitt allt
annari aðferð, sem yfirleitt miðar til að gjöra meðferðina
greiðari og einfaldari.
Almenn lögreglumál eru einungis þau, sem lögin með