Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 64
64
Páll Briem.
Eins og áður er sagt, fengu Grundtvigsraenn því
framgengt 1855, að skólaskyldan var takmörkuð. Síðan
þetta var ákveðið, hafa þjóðskólarnir batnað stórmikið.
Menn hafa sannfærst um, að skólaskyldan er lífsskilyrði
siðmenninga innar. 1 þjóðskólalögunum 1899 er því þessi
takmörkun numin úr gildi og skólaskyhlan aukin allmjög.
Samkvæmt lögunum er skylt að láta öll börn, sem ekki
fá fullnægjandi kennslu á annan hátt, ganga í þjóðskóla
frá 7 ára aldri til þess þau eru fullra 14 ára. Yanræksla
k skólaskyldu sætir sekt fyrir hvern dag, sem barn fer
ekki í skóla, og er sektin lögákveðin. Hún er 10 aurar
fyrir hvern dag í fyrsta mánuðinum, 25 aur. fyrir daginn
í öðrum mánuðinum, 50 aur. í þriðja mánuðinum, og
síðan 1 kr. á dag.
í lögunum hafa námsgreinarnar verið auknar. f>ær
fræðigreinar, sem skilyrðislaust á að kenna í öllum þjóð-
skólum í kaupstöðum og hreppum eru þessar: danska,
trúarbrögð, skript, reikningur, sagnafræði, landafræði, söng-
ur og drengjum leikfimi. I kaupstaðarskólum skal öllum
börnum kennd teikning og stúlkubörnum handavinna.
Ennfremur skal eptir atvikum kenna í öllum skólum:
náttúruþekkingu, skólaiðnað og stúlkubörnum leikfimi, í
kaupstaðarskólum : talnafræði, útlend tungumál og stúlku-
börnum hússtjórnarstörf, en í hreppaskólum skal kenna
stúlkubörnum handavinnu, ef kennslukona er skipuð í
skólahjeraðinu.
Kennsluáhöld, sem börn nota í skólum, er þeim öll-
um veitt ókeypis; ennfremur fá fátæk börn ókeypis þau
kennsluáhöld, er þau nota heima.
Á síðari árum hefur sú skoðun rutt sjer til rúms í
Danmörku, að kennarar þurfi að hafa sómasamleg laun.