Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 101
Menntun barna og uuglinga.
101
ur atriðum; þótt eigi sje talið starf hans sem höfundar
siðabótarinnar, þá gjöra þessi tvö atriði hann að hinum
mesta velgjörðamanni þjóðar sinnar, sem nokkurn tíma
hefur uppi verið.
í fyrsta lagi hjelt Lúter því fram, að það ætti að
kenna börnunum að nota hendur sínar, að vinna; stúlku-
börnin áttu að læra alls konar heimilisstörf, en sveinar
einhverja gagnlega iðn eða atvinnuveg. í öðru lagi kenndi
hann, að yfirvöldin ættu að neyða foreldra til þess, að
senda börn sín í skóla, jafnvel þó að það væri nauðsyn-
legt að veita þeim styrk til þess af almannafje. A um-
liðnum 4 öldum hafa pjóðverjar fært sjer kenningar Lút-
ers vel í nyt, og nú er svo komið, að það er talin sjálf-
sögð skylda, að hverju einasta barni, hvort sem það er
æðra eða lægra, sje kennd einhver gagnleg iðja, og að
barnauppfræðslan á fýskalandi, sem byggist á skólaskyld-
unni, er fullkomnari en í nokkru öðru landi. Með orðum
og gjörðum vakti Lúter virðingu fyrir barnakennaranum
og starfi hans. Hann sagði: »Hinum trúa og kostgæfa
barnakennara verður aldrei full-launað, og það er ekki
heldur hægt að launa honum með peningum einum fyrir
sín þýðingarmiklu störf.
Lúter hjelt því fram, að það ætti að kenna börnum
lestur, skrift, reikning, landafræði, sagnfræði og latínu, en
um fram allt hjelt hann því fram, að þekking í heilagri
ritningu væri nauðsynlegri en allt annað.
I>essar skoðanir Lúters hafa enn þann dag í dag
meiri áhrif í skólamálum þ>jóðverja, heldur en skoðanir
nokkurs annars manns, sem uppi hefur verið. Látum oss
taka fram í fáum orðum aðalkenningar Lúters.
1. Lúter kenndi, að sjerhver barnakennari ætti að geta