Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 129
Menntun barna og unglinga.
129
að bera umhyggju fyrir. pað er glataði sauðurinn, tapaði
sonurinn og afvegaleiddi unglingurinn, sem hvert kristið
þjóðfjelag á að ieita að og leiða aptur á rjettan veg. En
ef unglingaskólinn er meðalið til þessa, þá verður þjóðfje-
lagið einnig að hafa rjett til þess, að kalla unglingana
inn í skólann. J>að verður að vera skóiaskylda. Ungling-
arnir verða að vera skyldir til þess, aö ganga í skólana.
pað, sem mest sannfærir menn um nauðsyn skóla-
skyldunnar, er reynslan. fað hefur sýnt. sig, að fjöldi
unglinga fer ekki í skóiana, nema það sje eitthvað, sem
knýr þá til þess, og þó að unglingaskóli sje nokknrn veg-
inn sóttur, þá hefur það sýnt sig, að öll stjórn verður
miklu auðveldari, þegar unglingarnir hafa aðhald með
skólagöngu sína. Námið þykir affarasælla iijá þeim, sem
ganga að því eins og skylduverki, heidur en liinum, sem
eru alveg óbundnir meö það, hvort þeir eru lengur eða
skemur í skólanum. j>að er þetta, sem hefur einna mest
stuðlað til þess, að ein borg á fætur annari hefur hreytt
unglingaskólum sínum í skyldunámsskóla.
V. ENGLAND með WALES.
England hefur sjerstaka stöðu í menntamálinu. J>ess
vegna er nauðsynlegt að minnast á það.1)
1) Sjá um England: Graham Balfour, The educational system
of Great Britain and Ireland. Oxford. 1898. H. Holman,
English National Education. London. 1898. Karl Unterberger,
Die Entwickelung des cnglischen Yoiksschulwesens seit 1870.
Charlottenburg. 1896. R. Sendler und 0. Kobel, Uebersicht-
liche Darstellung des Volkserziehungswesens. Breslau. 1900.
bls. 114—164. Report of the committee of council on edu-
Lögfræðingur. V. 1901. 9