Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 76
76
Páll Briem.
menntunar börnum og unglingum í Danmörku mundi vera
um 5 kr. 25 aur. á mann. í þessu taldi jeg kostnað við
kennslu barna, sem eru blind, hevrnar- og mállaus eða
veikluð á sál eða líkama. f»egar þetta er talið með, þá
verða gjöldin um 13 milj. kr. á ári eða um 5 kr. 50 aur.
á mann. Ef þetta er ekki talið með, þá eru útgjöldin til
þjóðskólamála í heild sinni ura 12 milj. króna eða um 5
kr. 10 aur. á mann. Árið 1895 voru öll gjöld til þjóð-
skóla í Danmörku 91/2 milj. kr. og hafa fjárframlögurnar
hækkað um 21/2 milj. kr. eða meira en 1 kr. á mann á
þessum 5 árum.1)
petta er mikið fje, en þó er enginn vafi á því, að
þessi upphæð muni enn vaxa mikið. þag getur meira
að segja vel komið sá tími, að hinum siðuðu þjóðum þyki
ástæða til þess, að verja engu minna fje til menntunar
börnum og unglingum, en nú er varið til hers og flota.
í Danmörku eru útgjöld til hers og flota tiltölulega
miklu minni, en hjá mörgum öðrum þjóðum, og þó eru
þau nálega 20 milj. króna, eða hjer um bil 8 milj. kr.
hærri en öll útgjöld til þjóðskólamála.
J»jóðskólar Dana eru enn í bernsku, en hið sama er
að segja um þjóðskóla yfirleitt í hinum siðaða heiini.
Danir standa mjög framarlega í röð menntaþjóðanna.
Að vísu vantar mikið á það, að menntun þjóðarinnar sje
enn í besta lagi, en eptir því sem þjóðskólunum vex fisk-
ur um hrygg, og eptir því sem yngri kynslóðin vex smá-
saman upp og kemur fram á starfsvið lífsins, eptir því
hækkar menntunarstig þjóðarinnar, og eptir því verður
1) S.já Danmarks Kultur ved Aar 1900. K0benhavu. 1900.
bls. 199.