Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 137
Menntun barna og ungliuga.
137
Áður liafði fjeð verið veitt kennurunum, en nú átti
að veita |»eim fjeð, sem hjeldu skólunum uppi; til trygg-
ingar áttu umsjónarmennirnir að prófa bðrnin. Afleiðing—
in af (tessu var sú, að skólahaldararnir hugsuðu mest um
að ná í fjeð; þeim þótti nóg. ef börnin gátu að eins full-
nægt hinum allra lægstu kröfum. Utanhókarlærdómur var
settur í hásætið, og komst öll kennsla á mjög lágt stig.
Börn voru tekin veik upp úr rúmunum, til þess að leysa
prófið af hendi, og margt var eptir þessu.
En þótt ástandið væri eigi glæsilegt, þá var samt
mikið fengið. Allar hrakspár um skaðsemi menntunarinn-
ar höfðu reynst rangar.1) Menn voru orðnir sannfærðir
um, að menntun barna og unglinga var lífsskilyrði fvrir
þjóðina. Fjöldi manna var farinn að heimta skólaskyldu
barna, og margir voru farnir að sjá, að menntun barna og
1) Etiglenclingar ltafa opt sett milliþinganefndir, til þess aö rann-
saka menntunarhagi þjóðarinnar. I einu nefndarálitinu var
menntuninni borinn þessi vituisburður: „Öllum vitnum, eink-
um verkveitum, kemur saman utn, að menntuðustu menn-
irnir sjeu eiunig bestu verkamennirnir, reglusamastir, áreið-
aulegastir og, ef á liggur, duglegastir og í heild sinni lipr-
astir og fljótastir til að skilja bendingar, sem þeim eru gefn-
ar, og að fara eptir þeim. fessum verkmönnum þjkir opt
sæmd siu liggja við, að fara vel með verkefnið, og gjöra
verk sitt gallalaust. þeir eru fljótir t.il að skilja og taka
upp alls konar nÝbreytni, en fáfróðu verkamennirnir eru svo
lileypidómafullir, að þeir setja sig ekki úr færi með, að
reyna að gjöra nýbreytnistili'aunir árartgurslausar og hindra
allar umbætur. Ef misklíð kemur fyrir, þá eru menntuðu
verkmennirnir jafnan tilleiðanlegri til þess, að íhuga málið
á skynsamlegan hátt. þeir hafa opt mjög góð áhrif á þá
samverkamenn sína, sem eru ómenntaðri og fákænni11
(ííostitz, Aufsteigeu des ArbeiterAandes, bls 125—126).